Fréttir

Var háður heróíni en rekur nú eigið tískufyrirtæki og hjálpar heimilislausum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 20:30

Jay Read þekkir af eigin raun hvernig það er að vera í vanda staddur. Jay var eitt sinn langt leiddur eiturlyfjafíkill, háður heróíni, en óhætt er að segja að hann hafi komið sér á beinu brautina á undanförnum árum.

Jay rekur í dag eigið tískufyrirtæki og leggur um leið gríðarlega áherslu á það að aðstoða heimilislausa íbúa heimaborgar sinnar, Birmingham á Englandi, eins og hann getur. Read ræddi frekar magnaða sögu sína í viðtali við Birmingham Mail á dögunum.

Í dag rekur Jay fyrirtækið Jilted Royalty sem nýtur vaxandi vinsælda meðal ungs fólks um allan heim. Þökk sé velgengni fyrirtækis síns hefur Jay getað aðstðað þá sem minna mega sín með þeim tekjum sem hann aflar. Hann gefur heimilislausu fólki fatnað, mat og peninga og talar við þá á hverjum einasta degi.

„Ég tek með mér tíu punda seðla, skipti þeim í myntir, og dreifi einu og einu pundi til fólks. Fyrir mig er þetta lítið mál en hver króna skiptir þetta fólk máli,“ segir hann.

Sjálfur var Jay ungur að árum þegar hann féll af beinu brautinni, ef svo má segja. Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann ánetjaðist heróínu og notaði hann það nær sleitulaust þar til hann varð tvítugur. Hann komst í kast við lögin og sat um tíma í fangelsi sem var bein afleiðing þess að hann ánetjaðist fíkniefnum.

„Ég veit hvernig það er að vera einmana, að glíma við geðsjúkdóm og vera háður efnum. En ég hef lært að yfirstíga hverja einustu hindrun sem á vegi mínum hefur orðið og að því leyti er ég heppinn. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég,“ segir Jay í viðtali við blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki
Fréttir
Í gær

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar