fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Móðir Connel: „Hann Googlaði hvernig ætti að drepa sig“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. janúar greindi DV frá máli Connel Arthur, skiptinema frá Skotlandi sem svipti sig lífi á Íslandi fyrir jól. Þegar fjölskylda hans sótti líkið mætti þeim fádæma skilningsleysi frá bæði lögreglunni og útfararstofunni sem sá um þeirra mál. Nathalie Arthur, móðir Connel, hefur í kjölfarið ákveðið að beita sér fyrir umræðu um sjálfsvíg sem er algengasta dánarorsök ungra manna í Bretlandi. Í dag 23. janúar kemur hún fram í viðtali við skoska blaðið Daily Record og segir sögu Connel.

Hafði skoðað sjálfsvígsvefsíður

Nathalie segir að Connel hefði aldrei sýnt merki þunglyndis eða annarra geðrænna kvilla áður. En hún vissi að hann ætti í erfiðleikum með að fá húsnæði og hefði miklar áhyggjur af því. DV greindi frá því að Connel hefði margsinnis þurft að skipta um íbúðir síðan hann kom hingað til lands í ágúst á síðasta ári. Fjölskyldan var á leiðinni að hitta hann um hátíðirnar en það reyndist um seinan. Við Daily Record segir hún: „Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann lést og spurði mig hvenær við kæmum, en hann fékk aldrei svörin frá mér.“

Þegar fjölskyldan kom hingað komst hún að því að Connel hefði skoðað fjölda vefsíðna um hvernig ætti að fremja sjálfsvíg. Þetta sáu þau þegar þau skoðuðu leitarsögu í vafra tölvu hans. „Hann Googlaði hvernig ætti að drepa sig. Það var mjög auðvelt fyrir hann að finna þessar upplýsingar. Við héldum að þetta hefði verið skyndiákvörðun en leitarsagan sýnir að hann hafði skoðað þetta nokkrum dögum áður en hann tók eigið líf.“

„Af hverju er aldrei fjallað um þessar sjálfsvígssíður og af hverju er þetta til?“

Nathalie segir þetta hafi verið sérstaklega mikið áfall þar sem þetta hafi komið svo óvænt og hann hafi verið mjög lífsglaður fram að þessu. Hún hefur miklar áhyggjur af þessum sjálfsvígssíðum. „Fyrir nokkrum árum síðan var mikil umræða um átröskunar og sjálfsskaða síður. Af hverju er aldrei fjallað um þessar sjálfsvígssíður og af hverju er þetta til? Þetta er ekki í lagi. Fólk ætti ekki að geta komist í svona upplýsingar.“

Sendi kærustunni hinstu skilaboð

Klukkan 17:30 þann 19. desember hafði Connel horft á Youtube myndbönd og síðan sendi hann kærustu sinni í Englandi hinstu kveðju. Hún komst að því að hann væri niðurkominn í hjá vini sínum og sendi skilaboð um að láta athuga með hann. En klukkan 20 fannst hann látinn.

„Talið við krakkana ykkar. Fáið þá til að tala við vini sína. Spyrjið þá hvort að allt sé ekki í lagi. Sendi þeim skilaboð, bjóðið þeim í kaffi. Það getur keypt dýrmætan tíma. Skólastjóri Háskólans í Glasgow, þar sem Connel nam, sagði að Connel hefði getað hugsað um þetta í lengri tíma og eitthvað hefði getað stoppað þetta, símtal eða eitthvað. Ég vissi að hann hefði miklar áhyggjur af húsnæðismálunum og sendi honum því reglulega skilaboð. En ég held að það hafi ekki dugað, hann var búinn að ákveða þetta á þeim tímapunkti.“

Minningarathöfn um Connel verður haldin í Glasgow háskóla 27. janúar og verður hún í beinni á netinu til að vinir hans á Íslandi og annars staðar geti fylgst með. Fjölskyldan safnar nú í sjóð sem ætlað verður að styrkja ýmis geðheilbrigðismál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“