fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Felix bálreiður og vill afsökunarbeiðni – „Þvílíkur dónaskapur og virðingarleysi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. ágúst 2018 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafnlaus pistill merktur Víkverja í Morgunblaðinu hefur vakið mikla reiði. Pistillinn er skrifaður af blaðamanni á ritstjórn miðilsins en í honum er gefið í skyn að hnattræn hlýnun sé mögulega ofmetið vandamál. Það er svo sett í samhengi við alnæmi.  Í pistlinum segir:

„Víkverji var kominn á fermingaraldur þegar alnæmi ruddist inn í tilveruna. Samkynhneigðir og fíkniefnaneytendur voru í sérstökum áhættuhópi og unglingar því beðnir um að fara varlega í ástarlífinu. Ekkert væri hægt að gera fyrir þá sem veiktust af Aids. „Allt mannkynið í hættu“ sagði í forsíðufrétt Morgunblaðsins vorið 1985. Meðal viðbragða við vá þessari var að smokkasjálfsalar voru settir upp út um borg og bý og góðhjartaðar hjúkrunarkonur fluttu fyrirlestra í skólum. Nú er lítið og sjaldan minnst á alnæmi og hættan virðist liðin hjá. Kannski var málið ekki jafn alvarlegt og talið var.“

Ragnhildur Sverrisdóttir fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu greinir frá því að hún hafi sent póst á höfund pistilsins. Ragnhildur segir skrifin ónærgætin og sérstaklega taktlaust sé að þau komi beint í kjölfar Hinsegin daga:

„Pistill þinn um alnæmi er ekkert annað en högg í andlit hinsegin samfélagsins, sem var harkalega leikið af alnæmisfaraldrinum á 9. áratug síðustu aldar. Ég ein gæti sjálfsagt talið upp tugi ungra homma, sem urðu þessum skelfilega sjúkdómi að bráð. Í mörgum tilvikum dóu þeir í felum, fjölskyldur þeirra vildu ekki viðurkenna að þeir hefðu látist úr sjúkdómnum, sem óupplýstir hræsnarar töldu sérstaka refsingu guðs fyrir líferni þeirra. Sumir dóu einir í útlöndum, fjarri ættingjum sem ekkert vildu með þá hafa.“

Þá segir Lana Kolbrún Eddudóttir fyrrverandi formaður Samtakanna 78. „Þvílíkt bylmings kjaftshögg á okkur sem lifðum AIDS tímana með allri sinni sorg! Fjölskyldur sem horfðu á eftir kornungum ástvinum í gröfina. Vinir úr hinsegin samfélaginu sem reyndu af veikum mætti að styðja og hjúkra þeim sem voru að deyja. Svo ekki sé minnst á áhugaleysi, fordóma og illsku almennings gagnvart þeim sem smituðust. Ég er miður mín.

„Og ég – og annað hinsegin fólk – gerir þá kröfu til Morgunblaðsins að ekki sé vaðið yfir minningu þeirra á skítugum skónum og það af ekki merkilegri ástæðu en að reyna að slá einhverjar pólitískar keilur í loftslagsmálum! „Kannski var málið ekki jafn alvarlegt og talið var“ skrifar Víkverji. Það er skömm að þessu! Með von um einlæga afsökunarbeiðni í Morgunblaðinu.

Felix Bergsson deilur skrifum Ragnhildar og spyr hvernig starfsfólki Morgunblaðsins og tengdra miðla líði að sjá annað eins rugl á síðum blaðsins.

„Er Morgunblaðið í alvöru að segja að þær 35 MILLJÓNIR sem hafa fallið fyrir HIV veirunni séu þess virði að vaðið sé yfir minningu þeirra á skítugum skónum?“ spyr Felix og bætir við: „Ég er bálreiður en jafnframt ákaflega dapur yfir því að svona heimska vaði uppi. Hver skrifaði þennan pistil? Vill viðkomandi vinsamlegast sýna sig og biðjast afsökunar. Annað er hreinlega óviðunandi.

Þess má geta að samkvæmt tölum frá 2016 hafa 39 látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. Á síðasta ári munu 940 þúsund hafa dáið af völdum HIV með einum eða öðrum hætti.

Felix segir: „Þvílíkur dónaskapur og virðingarleysi við þá sem hafa þurft að ganga í gegnum þjáningar og dauða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“