fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Trúnaður brotinn við föður forsætisráðherra?

Þekktur hæstaréttarlögmaður telur að upplýsingaréttur almennings vegi þyngra en friðhelgi einkalífs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. september 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður telur að réttur almennings til upplýsinga vegi þyngra en réttur fólks til friðhelgi einkalífs. Jafnframt telur hann að það kunni að vera ámælisvert af hálfu Benedikts Sveinssonar að hafa skrifað undir meðmælabréf um að Hjalti Sigurjóns Hauksson hlyti uppreisn æru, þar sem hann hafi verið að votta eitthvað sem hann vissi lítið um. Þá varpar Einar Gautur fram þeirri tilgátu að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kunni að hafa framið trúnaðarbrot gagnvart Benedikt Sveinssyni er hún skýrði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og syni Benedikts, frá því að Benedikt hefði skrifað upp á meðmælabréf Hjalta.

Einar hefur tjáð sig undanfarinn sólarhing í nokkrum stuttum brotum á Facebook um þessi helstu fréttamál undanfarinna daga, er varða uppreist æru og stjórnarslitin, frá lagalegum sjónarhóli. DV hafði samband við Einar Gaut og bað hann um að draga álit sitt saman í eina heild. Einar Gautur varð góðfúslega við beiðninni og samantekt hans er hér að neðan:

Álit

Í umræðunni hefur verið fjallað um reglur um uppreist æru og menn velt því fyrir sér hvort yfirvöld hafi gert glappaskot í meðferð málsins og við að upplýsa almenning um þau. Ég ætla ekki að leggja mat á hvað einstakir ráðherrar voru að hugsa enda kann ég það ekki. Ég mun hins vegar fjalla um hvort eitthvað af gerðum þeirra séu rangar eða orki tvímælis.

Uppreist æru breytir lagalegri stöðu þess sem sem nýtur hennar. Í henni fellst annars vegar að hann öðlast eða getur öðlast á ný það sem flekkað mannorð tók af honum s.s. kosningarétt og kjörgengi,starfsréttindi o.fl. Hins vegar felst í uppreist æru að ekki má núa honum verknaðinum um nasir. Þannig má ekki kalla einhvern morðingja og réttlæta ummælin með dómi sem maðurinn hefur hlotið uppreist æru af. Vel kann að vera að hér stangist almenn lög á við ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi.

Í umræðunni hefur því verið lýst hvernig menn áratugum saman hafa fengið uppreist æru fyrirhafnarlítið ef formskilyrðum sé fullnægt. Þ.m.t. þeim að valinkunnir menn gefi góða umsögn. Þessa framkvæmd má gagnrýna. Vegna jafnræðisreglunnar áttu stjórnvöld tvo kosti. Að fylgja hefðinni eða rökstyðja breytta stefnu með vísan til gildra lagasjónarmiða og útskýra hvað í nýrri stefnu fælist og iðka hana í framtíðinni. Erfitt er að gagnrýna núverandi stjórnvöld fyrir afgreiðslu nýjustu málana fyrir að vera löglaus afgreiðsla. Þetta eru svokallaðar ívilnandi stjórnarathafnir og ber að gæta jafnræðis m.t.t. hvernig mál hafa áður verið afgreidd.

Í umræðunni hafa stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir leyndarhyggju. Málið snýst um friðhelgi einkalífs andspænis upplýsingarétti almennings. Einkalífsréttur er varinn af 71. gr. stjskr. og almennum hegningarlögum. Í málum af þessu tagi þarf að meta hvort atriðið vegur þyngra. Hér skiptir líka máli að upprifjum gamalla mála varðar einnig fórnarlömbin og einkalíf þeirra. Mín skoðun hefur alltaf verið sú að upplýsingaréttur almennings vegi þyngra í þessu tilliti. Ef reisa á við æru einhvers er eðlilegt að það sé opinbert. Sömuleiðis að þeir sem gefi umsagnir njóti ekki leyndar. Þeir verða að vera menn til að kannast við orð sín. Ég er samt ekki sammála því að sú afstaða að halda gögnum frá almenningi hafi verið leyndarhyggja. Fyrir þeirri afstöðu eru einnig rök.

Mikilvægt er að hafa í huga að þegar Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðar þá er hún að leysa úr lögfræðilegum vafa. Ekkert er við það að athuga þótt hún sé annarrar skoðunar en ráðuneytið. Í því fellst ekki að ráðuneytið sé brotlegt.

Gagnrýnt hefur verið að dómsmálaráðherra hafi sagt forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að umsögn um uppreist æru kynferðisbrotamanns. Það kann að vera ámælisvert af hálfu Benedikts Sveinssonar að votta það sem hann virðist hafa vitað lítið um. Það er önnur saga. Mér hefur heyrst að gagnrýni á dómsmálaráðherra sé að hafa sagt forsætisráðherra frá þessu en ekki öðrum. Hún gaf þær skýringar að menn hafi talið þá að forsætisráðherra hafi sjálfur undirritað ákvörðunina. Við slíkar aðstæður er málið honum viðkomandi. Síðar kom í ljós að forsætisráðherra hafði ekki komið nálægt þessu. Svo hafa menn gagnrýnt að forsætisráðherra hafi fengið að vita eitthvað sem aðrir fengu ekki að vita. Það skýrist að því að ráðuneytið taldi á þeim tíma að þeim bæri lagaskylda að gæta trúnaðar á grundvelli einkahagsmuna. Menn hafa haldið því fram að um trúnaðarbrot sé hafi verið að ræða. Það væri þá trúnaðarbrot við Benedikt enda var ekki verið að upplýsa um neitt annað sem ekki var þegar komið fram.

Því hefur verið haldið fram að ástæður gerða ráðherra hafi verið allt aðrar en að ofan greinir. Þær hafi verið leyndarhyggja og yfirhylmingar. Á því hef ég ekki skoðun því ég get ekki dæmt um hvað menn voru raunverulega að hugsa. Lögfræðilegt mat á gerðum ráðherra og ríkisstjórnar eru þær sem ég hef rakið.

Einar Gautur Steingrímsson hrl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“