fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Konan sem var 25 daga í óbyggðum: „Ég gerði bara það sem ég þurfti að gera“

Drakk vatn úr pollum, sama hversu skítugt vatnið var

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er varla hægt að ímynda sér hversu stórt þetta svæði er. Ég hugsaði með mér að ég hlyti að rekast á einhvern, manneskju eða hús, en það var ekkert. Ekkert nema náttúran,“ segir hin tuttugu og fimm ára gamla Lisa Theris sem komst í heimsfréttirnar í vikunni.

Drakk úr pollum

Eins og DV greindi frá í gær fannst Lisa illa haldin og nakin á fáförnum sveitavegi í Alabama á laugardag. Þá var liðinn tæpur mánuður frá því síðast spurðist til hennar. Það var kona að nafni Judy Garner sem ók fram á Lisu.

Lisa sagði frá reynslu sinni í viðtali við WSFA-sjónvarpsstöðina í Alabama þar sem meðal annars kemur fram að hún hafi dvalið úti í óbyggðum í 25 daga. Hún drakk vatn úr þeim pollum sem hún rakst á og ef það rigndi saug hún á sér hárið til að koma vökva í líkamann. Þá borðaði hún ber og annað ætilegt sem hún rakst á.

Lisa hafði, eðlilega, horast nokkuð. Þá var hún illa bitin eftir skordýr.
Horuð og bitin Lisa hafði, eðlilega, horast nokkuð. Þá var hún illa bitin eftir skordýr.

Óvíst hvað gerðist

Ekki liggur ljóst fyrir hvernig Lisa endaði úti í óbyggðum en greint var frá því í gær að tveir menn hefðu verið handteknir, tveimur vikum eftir hvarf hennar. Mennirnir, Manley Davis og Randall Oswald, voru handteknir vegna innbrota en þeir sögðu að Lisa hefði verið með þeim í bifreið þegar þeir hugðust brjótast inn í hús. Þegar Lisa frétti af fyrirætlunum þeirra hafi hún farið út úr bifreiðinni þar sem hún vildi ekki láta kenna sig við innbrot.

Þá hefur það vakið spurningar að Lisa kom fram tveimur dögum eftir að ákæra fyrir óspektir á almannafæri var felld niður. Það var gert í ljósi þess að Lisa var talin látin. Lögregla telur þó að ekki sé ástæða til að efast um það að Lisa hafi verið úti í allan þennan tíma.

Gerði það sem hún þurfti

„Ég gerði bara það sem ég þurfti að gera. Þegar ég var þyrst þá reyndi ég að drekka, alveg sama hversu skítugt vatnið var. Ég varð að drekka eins mikið og ég gat. Ég þakka Guði fyrir berin sem ég gekk fram á. Það var alltaf nóg af berjum.“

Lisa er nú á góðum batavegi en hún var ansi illa bitin víða á líkamanum. Að öðru leyti var hún þó við sæmilega heilsu. „Ég er bara svo fegin að vera komin heim. Ég þakka öllum fyrir bænirnar og stuðninginn. Það er frábært að vera komin úr skóginum,“ sagði Lisa sem gat ekki tjáð sig nánar um málavexti í ljósi þess að lögregla er enn að rannsaka málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar