fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt – lífsvilji hennar var ótrúlegur“

Lisa Theris fannst á lífi eftir 28 daga í óbyggðum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan vinnur nú að því að púsla saman hvað varð til þess að ung kona, Lisa Theris, að nafni hvarf sporlaust í júlímánuði en fannst síðan á lífi, nakin, á fáförnum sveitavegi í Alabama á laugardag, 28 dögum síðar eftir hennar var fyrst saknað.

Það var kona að nafni Judy Garner sem koma auga á Lisu. Í fyrstu taldi hún að um dádýr var að ræða en þegar betur var að gáð reyndist þarna vera manneskja. Judy stöðvaði bifreið sína og gaf sig á tal við Lisu áður en hún hringdi í neyðarlínuna.

Sást síðast 18. júlí

Lisa, sem er 25 ára og búsett í Louisville í Alabama, hafði ekki sést síðan 18. júlí síðastliðinn. Þegar hún fannst var hún nokkuð illa haldin, hún var með bitsár víða á líkamanum og virðist hafa lifað á berjum og öðru sem hún fann í skóginum.

„Ég efast um að hún hefði getað lifað þarna úti mikið lengur,“ segir Judy í samtali við NBC News sem fjallar um þetta óvenjulega mál. Hún bætir við að Lisa hafi grátbeðið hana um að vera hjá sér þar til lögregla kæmi á svæðið. Anthony Williams er einn þeirra lögreglumanna sem kom fyrstur á vettvang og segist hann aldrei hafa séð neitt þessu líkt.

Chad Faulkner, lögreglufulltrúi á svæðinu, tók undir með Williams. „Ég hef sinnt þessu starfi í fimmtán ár og aldrei séð neitt þessu líkt. Lífsvilji hennar var ótrúlegur.“

Sterk manneskja

Lisa var flutt á sjúkrahús en hún hefur nú verið útskrifuð og er nú komin í faðm fjölskyldu sinnar. Hún hlaut engan alvarlegan skaða af útiverunni.

„28 dagar úti í óbyggðum og Lisa stendur enn í fæturna, sterkasta manneskja sem ég þekki,“ sagði bróðir Lisu, Will, í færslu á Facebook.

Lögregla vinnur nú að því að púsla saman atburðarásinni og hvað varð til þess að Lisa týndist úti í óbyggðum. Tveimur vikum eftir hvarf Lisu voru tveir menn handteknir, Manley Davis og Randall Oswald, vegna innbrota. Þeir sögðu að Lisa hefði verið með þeim í bifreið þegar þeir ætluðu að brjótast inn í hús, en þegar hún frétti af fyrirætlunum þeirra hafi hún farið út úr bifreiðinni þar sem hún vildi ekki láta kenna sig við innbrot eða önnur afbrot.

Ekki er loku fyrir það skotið að Lisa hafi villst eftir að hafa farið út úr bifreiðinni. Lögregla mun þó gefa Lisu tíma til að jafna sig áður en farið verður dýpra í málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“