fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögreglumaðurinn játar sök að hluta

Beitti fanga ofbeldi í maí í fyrra –

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 4. apríl 2017 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarlögreglumaðurinn, sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, játaði sök að hluta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann neitaði því að um ásetning væri að ræða þegar hann veitti fórnarlambi sínu tvö höfuðhögg. Þá viðurkenndi maðurinn skaðabótaskyldu en samþykkti ekki að upphæðina sem fórnarlambið fór fram á, eða tvær milljónir króna. RÚV greinir frá

Atvikið átti sér stað síðastliðið sumar í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, nánar tiltekið 16.maí 2016. Gerðist það þegar verið var að flytja fórnarlambið úr fangaklefanum og fyrir dómara. Greint var frá því í mars á þessu ári að lögreglumaðurinn hefði verið ákærður.

Í ákæru kemur fram að lögreglumaðurinn hafi tekið um hálsmál fangans, sem þá var handjárnaður, og ýtt honum upp að vegg og keyrði hann síðan í gólfið. Þar setti lögreglumaðurinjn hægra hné sitt á bringu fangans, ógnaði honum með krepptum hnefa og skellti höfði hans í tvígang í gólfið. Síðan dró hann fangann eftir fangaganginum og að lyftu sem þar er. Árásin sást vel á eftirlitsmyndavélum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar