fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Vilja ókeypis námsgögn fyrir grunnskólanema í Reykjanesbæ

„Mikilvægt réttlætismál,“ segir Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vonandi fær tillagan brautargengi. Ég hef tröllatrú á því,“ segir Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar sem lagði þá tillögu fram á síðasta fundi að Reykjanesbær veiti öllum nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar nauðsynleg námsgögn frá og með næsta hausti.

Vill ókeypis námsgögn

Helgi segir tillöguna mikilvægt réttlætismál. Hún hafi verið í gerjun um nokkurt skeið en tvö önnur sveitarfélög á landinu sjá um að útvega námsgögn fyrir nemendur í sínum grunnskólum. Það eru Ísafjörður og Sandgerði.

„Sandgerðingar byrjuðu á þessu fyrir þetta skólaár. Þeir láta ljómandi vel af þessu og allt hefur gengið vel. Ég veit að þeir eru mjög sáttir við að hafa riðið á vaðið,“ segir Helgi og bætir við að sama sé uppi á teningnum á Ísafirði. „Þeir eru búnir að vera með þetta fyrirkomulag í einhvern tíma og ætla ekkert að bakka út úr því.

Vonandi verður þetta samþykkt og Reykjanesbær verður fyrst af þessum stærri sveitarfélögum til að samþykkja þessa breytingu.“

Eiga að njóta jafnræðis

Helgi bendir á að gjaldfrjáls námsgögn styðji við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa staðfest aðild sína að og Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Þetta skref sé því liður í að vinna gegn mismunun barna og styður að öll börn njóti jafnræðis í námi.

Barnaheill hafa frá árinu 2015 vakið athygli á kostnaði foreldra vegna innkaupa á námsgögnum grunnskólabarna. Samtökin telja slíkan kostnað töluverðan bagga á barnafjölskyldum samhliða því að vera í ósamræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheill hafa ítrekað skorað á yfirvöld að vinna að þessum breytingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante

Íslenskur flugdólgur um borð í vél frá Play handtekinn í Alicante
Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina