fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Flugfélag Íslands selur allar Fokker 50 vélar félagsins

Ein Bombardier Q200 vél keypt til viðbótar

Kristín Clausen
Föstudaginn 21. apríl 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélag Íslands hefur skrifað undir samninga við kanadíska fyrirtækið Avmax um sölu á fjórum Fokker 50 vélum félagsins, varahreyfli og varahlutum tengdum Fokker vélunum.

Með þessum samningum lýkur sögu Fokker 50 véla í eigu Flugfélags Íslands en þær hafa verið hjá félaginu frá 1992 og fyrirrennarar þeirra, Fokker 27 frá því árið 1965. Í tengslum við þessa sölu kaupir Flugfélag Íslands eina Bombardier Q200, 37 sæta vél af Avmax en fyrir er félagið með tvær slíkar vélar í rekstri.

Gert er ráð fyrir að Q200 vélin komi í rekstur félagsins um næstu áramót en afhending Fokker 50 vélanna mun fara fram á næstu vikum.

Í kjölfar breytinga á flugflota félagsins á síðasta ári þegar 3 Bombardier Q400 72-76 sæta vélar voru teknar í notkun urðu miklar breytingar á rekstri félagsins. Nýjum áfangastöðum hefur verið bætt við leiðarkerfi félagsins, flug til Aberdeen í Skotlandi frá Keflavík hófst í mars 2016, flug til Kangerlussuaq á Grænlandi hófst í júní síðastliðnum og í febrúar á þessu ári hófst heilsársflug milli Keflavíkur og Akureyrar.

Í júní næstkomandi mun síðan hefjast flug frá Keflavík til Belfast á Norður-Írlandi.

„Með þessum samningum er lokið þeirri endurnýjun sem lagt var upp með í flugflota félagsins og er það mjög mikilvægur áfangi í því að efla félagið til frekari vaxtar. Með því að bæta einni Bombardier Q200 vél í rekstur félagsins mun sveigjanleiki félagsins aukast og ný tækifæri skapast til að efla leiðarkerfið enn frekar“ segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni