fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Leysibendi beint að þyrlu Landhelgisgæslunnar: „Veruleg hætta hefði getað skapast“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leysibendli var beint að þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún var á flugi yfir íbúabyggð í Reykjavík í gærkvöld. Þyrlan var á leið í útkall þegar atvikið varð. Geislanum var beint á vinstri hlið vélarinnar í stutta stund og truflaði hann flugið því lítið. Áhöfn þyrlunnar ber hins vegar saman um að veruleg hætta hefði geta skapast hefði geislinn hitt á framrúðuna og blindað flugmennina.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landhelgisgæslan sendi frá sér nú á tólfta tímanum. Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Það var á níunda tímanum í gærkvöld sem stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá lækni í Vestmannaeyjum um að þyrla sækti þangað sjúkling. Vegna lélegs skyggnis í Eyjum var ekki unnt að senda sjúkraflugvél. Laust fyrir klukkan tíu fór þyrlan TF-GNA í loftið og var leysibendlinum beint að henni stuttu síðar. TF-GNA lenti á Vestmannaeyjaflugvelli um fimmtíu mínútum eftir brottför frá höfuðborginni en þar beið sjúkrabíll með sjúklinginn. Þyrlan lagði aftur af stað til Reykjavíkur klukkan ellefu og lenti hún á Reykjavíkurflugvelli upp úr hálftólf. Þaðan var sjúklingurinn fluttur á Landspítalann á Hringbraut. Þetta er í fimmta sinn á þessu ári sem Landhelgisgæslan sinnir sjúkraflugi til Vestmannaeyja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“