fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Var verknaður Gunnars stundargeðveiki eða útpælt morð?

Var metinn ósakhæfur í héraðsdómi en sakhæfur í Hæstarétti – Sakhæfi ekki sálfræðilegt heldur lögfræðilegt hugtak –

Auður Ösp
Þriðjudaginn 28. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðiálit geðlækna og sálfræðinga hefur ekki úrslitavald þegar kemur að því að meta sakhæfi einstaklinga fyrir dómi. Jafnframt geta einstaklingar verið metnir sakhæfir þó svo að þeir þjáist af geðrænum veikindum. Sakhæfi er metið út frá því hvort geðveilan hafi verið allsráðandi eða ekki þegar brotið var framið. Þetta sýndi sig meðal annars í þeirri ákvörðun Hæstaréttar að snúa við dómi héraðsdóms árið 2011, sem áður hafði metið Gunnar Rúnar Sigurþórsson ósakhæfan.
Þetta kemur fram í grein Þórhildar Ólafsdóttirí Sálu, tímariti sálfræðinema við HÍ þar sem merking hugtaksins sakhæfi er könnuð.

Sagði Gunnar ekki vera haldinn formlegum geðsjúkdómi

Gunnar Rúnar var metinn sakhæfur og dæmdur til sextán ára fangelsisvistar fyrir að hafa myrt Hannes Þór Helgason á heimili hans árið 2010 en málið á sér fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Morðið hefur verið stimplað sem ástríðuglæpur af þeirri ástæðu að Gunnar Rúnar bar þráhyggju til æskuvinkonu sinnar, sem jafnframt var unnustusa Hannesar, og frægt er orðið þegar hann játaði henni ást sína í myndskeiði á vefnum Youtube.

Gunnar var í héraðsdómi metinn ósakhæfur, á grundvelli vitnisburða þriggja geðlækna. Hann var í kjölfarið vistaður á Sogni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur meðal annars fram að Gunnar Rúnar sé hættulegur og að hann hefði sjálfur lýst ofbeldisfullum hugsunum gagnvart fanga, á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. Því eigi hann að sæta strangri öryggisgæslu auk meðferðar, á grundvelli réttaröryggis.

Hæstiréttur sneri hins vegar við dómi héraðsdóms í október 2011 og mat svo að Gunnar væri sakhæfur. Hann var í kjölfarið dæmdur til sextán ára fangelsisvistar. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að samkvæmt mati geðlæknis á Réttar- og öryggisdeildinni að Sogni beri ekki á neinum ranghugmyndum, ofskynjunum, hugsanatruflunum eða brenglaðri raunveruleikaskynjun hjá Gunnari, og ekki heldur ástsýki. Hann beri hins vegar sterk merki persónuleikaröskunar.

Þá kemur einnig fram í dómi Hæstaréttar að samkvæmt mati læknis sé Gunnar ekki með formlegan geðsjúkdóm í þess orðs vanalegu merkingu. Ljóst sé að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots sem hann er ákærður fyrir og að hann hafi verið fær um að stjórna gerðum sínum er hann stakk Hannes Þór Helgason til óliífis. Ásetningur hans til að svipta Hannes Þór lífi hafi verið einbeittur og eigi hann sér því engar málsbætur.

Með rökrænan skilning á við barn

Í grein sinni spyr Þórhildur hvers vegna Gunnar hafi verið metinn sakhæfur þrátt fyrir að þrír geðlæknir hefðu vottað um annað. Samkvæmt sérfræðimati þeirra þjáðist Gunnar af ástsýki (erotomania), ranghugmyndum (fixed delusions) og persónuleikaröskun (dissociative disorder) sem lýsir sér í tvískiptum eða rofnum persónuleika. Slík greining er einstaklega fátíð. Fyrsta sérfræðivitnið sagði geðræna kvilla Gunnars eiga upptök síns til áfalls í bernsku, þegar hann missti föður sinn úr sjálfsvígi. Það hefði leitt til þess að vitsmunaþroski Gunnars stöðvaðist. Hann hefði rökrænan skilning á við barn. Þá sögðu seinni tvö sérfræðivitnin að Gunnar væri haldinn þráhyggjuröskun og ranghugmyndum á háu stigi sem leiddu til þess að hann réttlætti verknaðinn með vísan til ást sinnar á unnustu Hannesar.

„Í ímyndunarheimi Gunnars var honum og unnustu Hannesar ætlað að vera saman. Eina hindrunin í vegi fyrir hamingju þeirra var Hannes og þótti Gunnari það rökrétt ákvörðun að Hannes þyrfti að víkja. Gunnar virtist hinsvegar ekki hugleiða hvaða afleiðingar slík ákvörðun hefði í för með sér, hvorki fyrir hann sjálfan, Hannes eða unnustu Hannesar. Öll sérfræðivitnin mátu að Gunnar væri bæði skaðlegur sér og öðrum og ætti ekki erindi aftur í samfélagið án verulegrar hjálpar.“

Þá bendir Þórhildur á að til að vera metinn sakhæfur samkvæmt íslenskum hegningarlögum þarf viðkomandi sakborningur að hafa verið í geðrofsástandi á nákvæmlega þeim tímapunkti sem verknaður átti sér stað og þar með verið með öllu ófær um að stjórna gerðum sínum.

„Það sem skilur að ósakhæfa frá sakhæfum er rökrænn skilningur viðkomandi á afleiðingum gjörða sinna. Ef hægt er að sýna fram á að viðkomandi hafi hvorki getað stjórnað eigin hegðun né gert sér grein fyrir afleiðingum hennar, til að mynda vegna geðrofs, skerts vitsmunaþroska, ómeðvitundar og annarra þátta telst hann ósakhæfur. Í máli Gunnar Rúnars var það einmitt þessi þáttur sem varð til þess að Hæstiréttur snéri niðurstöðu Héraðsdóms.“

Þá bendir Þórhildur jafnframt á að þegar meta átti hvort Gunnar hafi verið fær um að stjórna gerðum sínum þótti margt benda til þess að afbrotið hafi verið skipulagt af yfirlögðu ráði. Því hafi Hæstiréttur metið það svo að hann hefði sýnt fullan skilning á afleiðingum gjörða sinna, og ekki væri hægt að sýna fram á með beinum hætti að hann hefði verið í geðrofsástandi þegar hann framdi morðið.

„Dómurinn dró ekki í efa réttmæti mat geðlæknanna þriggja varðandi geðrænt ástand Gunnars, bara ekki á nákvæmlega þeim tíma er afbrotið var framið. En það er einmitt þetta samspil lögfræði og sálfræði sem skilur sakhæfa frá ósakhæfum. Sakhæfi felst því ekki í því hvort geðröskun sé til staðar yfirhöfuð, heldur hvort hún sé allsráðandi þegar afbrot er framið.“

Hér má lesa grein Þórhildar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“