fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kómískar Ali Express-harmsögur

Íslendingar versla í gríð og erg á netinu – Kostuleg mistök eiga sér reglulega stað

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar hafa líklega aldrei verið duglegri að versla á netinu en undanfarið. Fjöldinn af erlendum framleiðendum og verslunum í boði er nánast yfirgengilegur, ekki síst með tilkomu vefsíðunnar Ali Express sem nýtur mikilla vinsælda. Þar leynast svo sannarlega gersemar innan um fjöldaframleitt glingur. Þá er gengi íslensku krónunnar loks orðið nokkuð hagstætt í samanburði við aðra gjaldmiðla. Ódýrari vörur þýða líka að íslenskir neytendur eru reiðubúnir að taka skjótari ákvarðanir varðandi kaup og hugsanlega taka meiri áhættu og því rifjar DV upp nokkur stórskemmtileg atvik sem hent hafa landa okkar í frumskógum alþjóðlegrar netverslunar.

Geymsluhausinn á stærð við fingurnögl

„Ég mun ekki láta þetta áfall stoppa mig heldur halda leitinni áfram. Það voru ákveðin vonbrigði fyrst þegar ég opnaði kassann en síðan sprakk ég gjörsamlega úr hlátri,“ sagði Svana Lovísa Kristjánsdóttir hönnuður í samtali við DV í lok ágúst í fyrra..

Svana Lovísa hafði talið sig vera að kaupa fágætan Lego-geymsluhaus frá Room Copenhagen á endursölusíðu á netinu. Verðið fannst henni afar hagstætt eða aðeins 5.700 krónur. Það runnu á hana tvær grímur þegar hún sótti pakkann á pósthúsið nokkru síðar enda virtist stærðin ekki alveg passa. Áhyggjur hennar reyndust á rökum reistur því hausinn var í hefðbundinni Lego-stærð og var ekki mikið stærri en nöglin á litla putta hönnuðarins. Svana Lovísa sá svo sannarlega spaugilegu hliðarnar á atvikinu. „Ég er meira að segja búin að týna honum tvisvar í morgun og veit í augnablikinu ekki hvar hann er staddur á heimilinu,“ sagði hún hlæjandi við blaðamann.

Hausinn sem Svana Lovísa fjárfesti í mun ekki rúma mikið magn af dóti.
Eins og nögl Hausinn sem Svana Lovísa fjárfesti í mun ekki rúma mikið magn af dóti.
Í hillunni má sjá hausinn sem Svana Lovísa taldi sig hafa keypt.
Alvöru geymslurými Í hillunni má sjá hausinn sem Svana Lovísa taldi sig hafa keypt.

Neonbleik Barbie-taska

Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen kemur reglulega fram sem dragdrottning við hin ýmsu tækifæri. Til þess að gera sig kláran fyrir hvert atriði þarf Hjálmar að taka með sér mikið af alls konar dóti, til dæmis nokkur sett af kjólum, skóm og skarti. Þá eru ónefndar allar snyrtivörurnar. Til þess að gera sér lífið bærilegt þá ákvað Hjálmar að fjárfesta í voldugri neonbleikri tösku á Ali Express sem rúma átti allt hans hafurtask. Þegar taskan skilaði sér loks á pósthúsið kom í ljós að hún var í besta falli í Barbie-stærð.

Það kemst varla einn varalitur ofan í þessa leikfangatösku.
Í Barbie-stærð Það kemst varla einn varalitur ofan í þessa leikfangatösku.

Tröllið sem stal jólunum

Það er gömul saga og ný að fatnaður lítur yfirleitt betur út á mynd en í raunveruleikanum. Í nóvember í fyrra fjallaði DV um fatakaup Elínar Fanndal sem sá glæsilegan kjól til sölu á ótilgreindri síðu á netinu. „Það eru ekki allar ferðir til fjár á netinu. Pantaði mintugrænan að ég hélt kjól og fékk horgrænan samfesting,“ sagði Elín þegar hún deildi myndinni á Facebook og uppskar eðlilega mikil viðbrögð. Einn notandi benti henni á að hugsa út fyrir boxið til þess að bjarga málinu. „Líttu á björtu hliðarnar, grænar sokkabuxur í stíl og þá ertu komin með fínan grímubúning: Tröllið sem stal jólunum,“ sagði sá.

Þetta var í fyrsta skipti sem Elín hætti sér í að kaupa á netinu. Hún lét þó mistökin ekki hafa áhrif á sig og hefur haldið ótrauð áfram, reyndar með smá hjálp. „Ég hef verið í sambandi við reynslubolta síðan og ber undir hana allt sem ég hef áhuga fyrir,“ sagði gleðigjafinn Elín Fanndal.

Rammar fyrir strumpafjölskyldu

Á dögunum deildi Elin Nolsøe Grethardsdóttir meðfylgjandi mynd inn á Facebook-síðuna „Verslun á netinu“ sem vakti mikla lukku. Vinur hennar hafði þá rekið augun í ódýra en sérstaklega fallega gyllta ramma á Ali Express og rifið upp greiðslukortið. Þegar sendingin barst var stærðin ekki alveg sú sem vinurinn hafði í huga, enda ekki af strumpakyni. Myndin fór að sjálfsögðu sigurför um samfélagsmiðla og einn gárunginn benti á hið augljósa: „Vá, hvar fékkstu svona stóran kveikjara.“

Það var ekki ætlun kaupandans að rammarnir yrðu notaðir í dúkkuhús.
Litlir rammar eða risastór kveikjari Það var ekki ætlun kaupandans að rammarnir yrðu notaðir í dúkkuhús.

Kanína í bóli kattar

Nikíta J. Elfudóttir deildi þessari mynd með meðlimum „Verslunar á netinu“ á Facebook. Hún hafði rekið augun í fallegt og hræódýrt kattarbæli á Ali Express og fjárfesti í því án þess að hika. Ætlun hennar var að nota bælið fyrir kanínuna sína en þegar bælið barst henni í hendur varð ljóst að hvorki köttur né kanína myndi koma sér fyrir í því. Allt fór þó vel að lokum því lukkulegur Degu-eigandi fékk bælið að gjöf fyrir nagdýrið sitt.

Kanína var eflaust miður sín að komast ekki í bælið og gæddi sér á gulrót til þess að gleyma.
Pattaraleg Kanína var eflaust miður sín að komast ekki í bælið og gæddi sér á gulrót til þess að gleyma.

Andsetinn af ömmu

Í nóvember 2016 fékk Brynja Lyngdal Magnúsdóttir skilaboð frá póstinum um að lítill pakki biði hennar. Hún hafði þá nokkru áður keypt lítinn sætan fjólubláan fíl á netinu. Það var hins vegar ekkert sætt við gulu plastandar-lyklakippuna sem beið hennar á pósthúsinu. Sturlað augnaráð andarinnar ærði óstöðuga og sagði einn notandi að honum liði eins og öndin góndi á hann. Undir það tók Brynja með þessum orðum: „Ég varð hálfhrædd. Eins og kvikindið væri andsetið af ömmu.“

Augnaráð andarinnar er ekki fyrir viðkvæma
Sturlun Augnaráð andarinnar er ekki fyrir viðkvæma
Vinsæl verslunarvara.
Fjólublár fíll Vinsæl verslunarvara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni