fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

17 ára stúlku hópnauðgað í Malmö – Þriðja nauðgunin á skömmum tíma – Lögreglan varar konur við að vera einar á ferð í borginni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. desember 2017 07:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

17 ára stúlku var hópnauðgað í Malmö í Svíþjóð aðfaranótt laugardags. Þetta er þriðja nauðgunin í borginni á skömmum tíma og nú hefur lögreglan sent frá sér aðvörun þar sem konur eru varaðar við að vera einar á ferð í borginni eftir að skyggja tekur.

Síðasta fórnarlambinu, 17 ára stúlku, var hópnauðgað á leikvelli í Sofielund hverfinu. Lögreglan segir að henni hafi ekki aðeins verið nauðgað heldur einnig misþyrmt og segir lögreglan að um „mjög alvarlegt afbrot“ hafi verið að ræða.
Lögreglan vinnur af miklum krafti að rannsókn málsins en þar sem enginn hefur verið handtekinn vegna málsins hvetur lögreglan íbúa í Malmö til að sýna sérstaka aðgæslu og „heilbrigða skynsemi“ að sögn Sænska ríkisútvarpsins. Lögreglan hvetur konur til að vera hið minnsta tvær saman eða taka leigubíl frekar en að vera á gangi.

„Ég myndi sgeja að fólk eigi að sýna sérstaka aðgæslu og kannski ekki fara út eins síns liðs á meðan við höfum ekki fulla yfirsýn yfir atburðina. Þessi rándýr (gerendurnir, innsk. blaðamanns) leita að konum sem eru einar á ferð. Þess vegna ætti fólk ekki að vera eitt á ferli á dimmum svæðum, heldur fylgjast að með öðrum.“

Hefur Sænska ríkisútvarpið eftir Anders Nilsson stjórnanda rannsóknarinnar.

Lögreglunni var tilkynnt um hópnauðgunina um klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Sérfræðingar lögreglunnar unnu að vettvangsrannsókn nær allan laugardaginn og fjöldi lögreglumanna ræddi við fólk og fékk upplýsingar. Einnig aflaði lögreglan upptaka úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Enn var unnið að vettvangsrannsókn í gær.

Þau gögn sem lögreglan hefur aflað um hina hrottalegu nauðgun og misþyrmingar benda til að gerendurnir séu frekar ungir menn en lögreglan hefur ekki látið neitt uppi um aldur þeirra, fjölda eða gefið lýsingar á þeim en hefur samt sem áður biðlað til almennings um aðstoð.

Þetta var, eins og áður sagði, þriðja nauðgunin í Malmö á skömmum tíma. Í nóvember var tveimur öðrum konum nauðgað. Annarri í íbúðahverfinu Södervärn og hinni í Segevång hverfinu. Í öllum málunum var konunum nauðgað á milli klukkan 24 og 3 og þær höfðu allar verið einar á ferð.

Lögreglan hefur ekki gögn um að sömu gerendur hafi verið í öllum þessum málum en útilokar það heldur ekki.

Stefan Löfven, forsætisráðherra, fordæmdi þessa nauðgunarbylgju í Malmö í gær og sagði það algjörlega óásættanlegt að fólk þori ekki út fyrir hússins dyr. Lögreglan eigi og muni fá það sem hún þarfnast. Lögreglan muni strax fá meiri mannafla og fé en hún hafi beðið um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni