fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Fanný og útlendingar æfir yfir íslensku námsefni um þræla til forna: „Hvítt fólk er svo brothætt“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 11. desember 2017 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanný Cloé deilir innan Facebook-hóps ætluðum útlendingum búsetum á Íslandi pistli þar sem hún fordæmir námsefni í íslenskum grunnskólum um þrælahald á Íslandi til forna. Hún segist titra af bræði en í námsbókinni er verkefni þar sem börnum er sagt að búa til sinn eigin þræl með bakgrunn, fjölskyldu og drauma.

Margir benda henni á að tilgangur verkefnisins sé að auka samkennd barna með þrælum til forna meðan ein kona vill meina að verkefnið sé dæmi um „hvít forréttindi“, þó þrælar á Íslandi hafi ekki verið svartir á hörund. Þrælahald tíðkaðist við landnám Íslands og voru flest allir þrælar herfang víkinga af Bretlandseyjum. Þrælahald lognaðist út síðar en erfðarannsóknir benda til þess að þrælarnir hafi blandast við norræna landnema og því séu allir Íslendingar komnir af þrælum.

Fanný tekur fram að hún sé alls ekki mótfallin því að börnum sé kennt um þrælahald en veltir fyrir sér þeirri aðferð sem þarna er farin; það sé hneyksli að börnum sé kennt um þræla á þennan máta og segist hafa bannað dóttur sinni að gera verkefnið. Verkefnið er byggt á bókinni Frá Róm til Þingvalla, ætlað eldri grunnskólabörnum, og eru börnum sagt að gefa þrælnum nafn, lýsingu, framtíðardrauma og lýsa hvaðan hann komi. Fanný gagnrýnir sérstaklega að ekki sé ætlast til þess að þrælinn sé frá Íslandi. Hún gagnrýnir enn fremur harðlega að í bókinni sé sagt að ekki sé fyllilega vitað hvers vegna Íslendingum hafi ekki þótt það borga sig að hafa þræla.

Líkt og fyrr segir deilir Fanný stöðufærslu sinni innan hópsins „Away from Home – Living in Iceland“, hópi fyrir nýbúa á Íslandi. Fjöldi manns skrifar athugasemd og sitt sýnist hverjum. Flestir tjá sig á ensku. David nokkur Gundry spyr hvort það sé betra að segja börnum ekki frá þrælahaldi á Íslandi og að honum sýnist sem markmið verkefnisins sé að sýna börnum að þrælar hafi verið raunverulegt fólk með fjölskyldu og drauma.

Því svarar Nicolai Gabriel Lanz á íslensku. „Einmitt það sem ég var að hugsa. Tilgangur verkefnisins er greinilega að sýna að þrælarnir voru manneskjur með drauma og ekki bara „eign“… Þrælahald er hluti sögu Íslands. Af hverju ætti að hvítþvo sögu Íslendinga?“

Samantha Ravenna Shay er á öðru máli og fordæmir verkefnið. „Sú staðreyndin að börnin eru ekki bara að læra um þrælahald heldur verið að biðja þau um að búa til þræla viðheldur hvítum forréttindum og hugmyndum um yfirburð hvíta kynstofnsins með því að kenna þeim að þau megi eiga og búa til annað fólk. Þau eru EKKI bara að læra um þrælahald,“ skrifar Samantha.

Fyrrnefndur Nicolai segir þetta bull því þrælar á Íslandi hafi verið jafn hvítir og þrælahaldarar. Því svarar Samantha í hástöfum: „Hvítt fólk er svo brothætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári segir Fréttablaðið drasl: „Til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri“

Gunnar Smári segir Fréttablaðið drasl: „Til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri“
Fréttir
Í gær

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“