Ónákvæmni leiðrétt

Í frétt um átakanlegt barnaverndarmál sem birt var í gær gætir ákveðinnar ónákvæmni í umfjöllun um störf barnaverndarnefnda, en ætla má af lestri fréttarinnar að barnaverndarnefnd sé ein og óskipt. Fjölmargar barnaverndarnefndir starfa hins vegar vítt og breitt um landið og lúta allar yfirstjórn Barnaverndarstofu.

Barnaverndarnefndin í umræddu máli er Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu en hún er sameiginleg fyrir: Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.

Pólska fjölskyldan sem um getur í fréttinni býr á Hellu.

Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.