fbpx
Fréttir

Fann kornabarn í ruslatunnu – „Þá sá ég litla hönd sem hreyfðist“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. október 2017 07:57

Í apríl 2016 var Carsten Gjelstrup að tæma ruslatunnur í fjölbýlishúsi í Værebroparken í Bagsværd nærri Kaupmannahöfn. Verk sem hann er vanur að sinna þar en hann starfar sem umsjónarmaður í fjölbýlishúsunum í hverfinu. Ruslatunnurnar eru geymdar í kjallaranum og þarf Carsten að keyra þær upp úr kjallaranum.

En hefðbundið verk breyttist á örskotsstundu þennan apríldag því rétt áður en Carste ýtti ruslatunnunni af stað opnaði hann hana og henti pappírspoka ofan í, þá heyrði hann hljóð berast upp úr tunnunni.

„Ég heyrði kjökur. Fyrst hélt ég að þetta væri dúkka, sem hefði verið hent í ruslið, sem gæfi þessi hljóð frá sér. Eða að einhver hefði hent kettlingum eða hvolpum í ruslið, það hefur gerst hér.“

Sagði Carsten í samtali við Danska ríkisútvarpið.

Hann reyndi að finna út hvaðan hljóðið barst, hann tók pokann, sem hann hafði hent í tunnuna, upp úr og kveikti á vasaljósinu sínu og lýsti ofan í tunnuna.

„Þá sá ég litla hönd sem hreyfðist. Hún stóð út úr plastpoka. Ég reif gat á pokann og sá að þetta var nýfætt barn.“

Þetta var stúlka sem var þakin blóði og virtist vera nýfædd.

„Það lá rakvélablað á kinn hennar. Síðan hefur hún bara verið sett ofan í poka og hnútur bundinn fyrir og henni hent niður ruslalúguna. Bara þannig.“

Sagði Carsten. Hann hringdi strax í 112 og kallaði á vinnufélaga sinn, Milonja Zekovic, að koma og hjálpa honum strax. Þeir tóku stúlkuna upp úr ruslatunnunni og lögðu hana inn í pappa inni í geymslu í kjallaranum.

„Við vöfðum hana inn í þjóðfánann en fengum þá að vita að við ættum að vefja hana inn í handklæði eða eitthvað álíka en við vorum jú ekki með það við höndina.“

Þegar læknir og sjúkraflutningsmenn komu á vettvang hentust þeir niður í kjallarann til að sækja litlu stúlkuna. Talið er að hún hafi verið mjög skamma stund í ruslatunnunni þegar Carsten fann hana. Hann sagði að læknirinn, sem kom á vettvang, hafi sagt að ef stúlkan hefði verið í ruslatunnunni í 5 til 10 mínútur í viðbót þá hefði hún látist.

Litla stúlkan hefur það gott í dag en hún býr hjá fósturfjölskyldu en móðir hennar hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn lögreglunnar. Hún er eitt 14 barna sem hafa verið skilin eftir strax eftir fæðingu af foreldrum sínum í Danmörku frá 2004. Fimm af þessum börnum voru látin þegar þau fundust. Það var síðast á mánudaginn að líkamsleifar kornabarns fundust í Danmörkur eins og DV skýrði frá.

Nýja málið virðist hafa valdið ákveðnum straumhvörfum meðal þingmanna á danska þinginu og nú hefur myndast meirihluti þar fyrir því að settar verði upp svokallaðar „barnalúgur“ þar sem foreldrar geta skilið börn sín eftir án þess að gefa sig fram við yfirvöld. Þessar lúgur verða í fyrstu staðsettar á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn og Árósum. Samtök ljósmæðra hafa lýst sig andsnúin þessum fyrirætlunum og segja að þetta geti orðið fleiri foreldrum hvatning til að skilja börn sín eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi
Fréttir
Í gær

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Síðustu orðin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður