fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Danir slegnir óhug – Unglingspiltur myrtur í Kaupmannahöfn – Hrein aftaka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. október 2017 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 21 á mánudaginn heyrðu íbúa í Ragnhildgade, sem er á milli Norðurbrúar og Austurbrúar, í Kaupmannahöfn mörgum skotum hleypt af við húsið númer 48. Við innganginn að húsinu númer 48 lá 16 ára piltur sem hafði verið skotinn að minnsta kosti 6 skotum af stuttu færi. Hann var látinn þegar að var komið. Allt bendir til að hann hafi verið myrtur af yfirlögðu ráði og að hér hafi nánast verið um aftöku að ræða.

DV skýrði frá morðinu í gær en síðdegis í gær komu nýjar upplýsingar frá lögreglunni um málið.

Lögreglan skýrði frá því í gær að pilturinn hefði verið skotinn að minnsta kosti 6 skotum fyrir framan innganginn að Ragnhildgade 48. Beðið er eftir niðurstöðu krufningar um fjölda skotanna. Hans Erik Raben, sem stýrir rannsókn málsins, sagði að pilturinn hafi komið heim um klukkan 21 og þá hafi þrír menn, að því að talið er, komið aftan að honum, hrópað nafn hans og skömmu síðar heyrðust skothvellir.

„Árásarmennirnir voru svo nálægt honum að þeir vissu vel hver hann var. Það var góð lýsing á staðnum.“

Sagði Raben.

Lögreglan hefur enga grunaða um morðið og morðvopnið er enn ófundið en skothylki og önnur sönnunargögn fundust á vettvangi. Vitni segja að tveir til fjórir menn hafi verið að verki og hafi þeir verið hraustlegir útlits, eins og íþróttamenn. Þeir eru sagðir vera á aldrinum 15 til 20 ára. Þeir eru taldir hafa flúið eftir göngustíg og í dökkan bíl sem stóð við Studsgaardsgade.

Fórnarlambið var af makedónískum ættum en fæddur í Danmörku. Hann var í haustfríi í skólanum og var að koma heim á mánudagskvöldið eftir að hafa verið í bænum og eftir að hafa spilað fótbolta með vinum sínum við Tagensbo skóla.

Raben sagði að pilturinn hafi verið ósköp venjulegur 16 ára piltur sem hafi lifað heilbrigðu lífi. Lögreglan telur ekki að morðið tengist yfirstandandi átökum glæpagengja í Kaupmannahöfn en í tengslum við þau átök hafa 32 skotárásir verið gerðar í borginni á undanförnum mánuðum.

Raben sagði að lögreglan væri á byrjunarreit í rannsókninni og vissi ekki hvert eigi að beina athyglinni og því verði að rannsaka morðið á breiðum grunni. Ástæðurnar fyrir morðinu geti verið margar en það sé mat lögreglunnar að morðið tengist ekki átökum glæpagengja og að fórnarlambið hafi ekki verið valið tilviljanakennt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar