fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skipulögð leit björgunarsveitanna að hefjast

Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram er varða hvarf Birnu Brjánsdóttur

Kristín Clausen
Mánudaginn 16. janúar 2017 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu klukkustund fer af stað skipulögð leit sérhæfðra leitarhópa björgunarsveitanna á svæðinu þar sem Birna Brjánsdóttir sást síðast. Þetta staðfesti Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í samtali við DV. Lögreglan óskaði fyrst eftir aðstoð björgunarsveitanna við leitina af Birnu í gærkvöldi.

Skipulögð leit að hefjast

„Öll okkar verkefni eru unnin af beiðni lögreglu. Í gærkvöldi var óskað eftir eftir sporhundum og núna fer þessi leit formlega af stað.“

Í gærkvöldi greindi DV frá því að björgunarsveitarmenn hefðu farið á heimili Birnu með leitarhunda. Þá hafði Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, greint frá því að ekki yrði óskað eftir aðstoð björgunarsveita fyrr en nýjar upplýsingar kæmu fram.

Mikill fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína við leitina af Birnu. Þorsteinn kveðst ekki geta svarað því að svo stöddu hvernig almenningur getur aðstoðað við skipulagða leit.

Engar nýjar vísbendingar

Þá segir Þorsteinn að svæðisstjórnendur björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið með lögreglunni í gærkvöldi og í nótt. Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram í málinu. Því verður leitað út frá þeim punkti þar sem Birna sást síðast.

vísbendingar hafa komið fram í málinu
Engar nýjar vísbendingar hafa komið fram í málinu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

við leit í miðbænum
Björgunarsveitarmenn við leit í miðbænum

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

fylgist með leitinni í dag
DV fylgist með leitinni í dag

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Líkt og fram hefur komið sást Birna í eftirlitsmyndavél ganga ein síns lið austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hvarf hún sjónum klukkan 05:25 aðfaranótt 14 janúar.

Uppfært klukkan 12:33

Leitin að Birnu fór af stað á svæðinu þar sem hún sást síðast í hádeginu. Leitað er 10 til 12 manna hópum. Tugir björgunarsveitarmanna eru í miðborginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“