fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þarna eru elstu íbúar Evrópu

Áhugaverðar niðurstöður Evrópsku hagstofunnar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. september 2016 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalir eru elsta þjóð Evrópu ef marka má nýja skýrslu frá frá Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Árið 2015 ar 6,5 prósent mannfjöldans á Ítalíu 80 ára eða eldri og er hlutfallið hvergi hærra í Evrópu. Á Íslandi var hlutfallið 3,7 prósent samanborið við 3,1 prósent árið 2005.

The Local á Ítalíu greinir frá þessu. Skýrslan var gefin út í tilefni þess að þann 1. október er dagur aldraðra. Næstelsta þjóð Evrópu, samkvæmt þessari skilgreiningu Evrópsku hagstofunnar, er Grikkland en þegar gögnum var safnað saman á liðnu ári voru 6,3 prósent íbúa þar í landi 80 ára eða eldri. Þar á eftir kom Spánn (5,9 prósent).

Yngstu þjóðir Evrópu af ríkjum Evrópusambandsins eru Írar og Slóvakar þar sem hlutfall íbúa 80 ára og eldri er 3,1 prósent. Í Svartfjallalandi, Makedóníu og Albaníu er þetta hlutfall á bilinu 2,2 prósent til 2,7 prósent.

Í skýrslunni er að finna samanburð áranna 2005 og 2015. Sem fyrr segir hefur hlutfall Íslendinga, 80 ára og eldri, hækkað líkt og í fjölmörgum Evrópuríkjum. Af ríkjum Evrópusambandsins hefur hlutfallið lækkað hjá aðeins einni þjóð, Svíum. Mest hækkaði hlutfallið hjá Grikkjum, eða úr 3,9 prósentum árið 2005 í 6,3 prósent árið 2015.

Þeir sem ná því að verða 80 ára gamlir á Ítalíu geta vænst þess að lifa í áratug til viðbótar, samkvæmt skýrslu Eurostat. Það er örlítið hærra en meðaltalið í öðrum Evrópuríkjum sem er níu ár og sex mánuðir. Frakkar sem ná því að verða 80 ára geta þó vænst þess að lifa lengst allra íbúa Evrópu, eða í 11 ár til viðbótar.

Konur lifa mun lengur en karlar samkvæmt skýrslunni. Fyrir hvern karl sem nær því að verða áttræður eru tvær konur sem ná sama aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“