fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Fáfnir Offshore tapaði tveimur milljörðum

Skipin færð niður um milljarða króna – Stærstu eigendurnir breyttu skuldabréfum í hlutafé

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. september 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fyrirtækið Fáfnir Offshore var rekið með rúmlega tveggja milljarða króna tapi í fyrra. Stjórn þess ákvað þá að færa niður virði olíuþjónustuskipsins Polarsyssel, dýrasta skips Íslandssögunnar, um jafnvirði 785 milljóna króna vegna erfiðra markaðsaðstæðna. Stærstu eigendur Fáfnis, þar á meðal tveir framtakssjóðir sem eru að stórum hluta fjármagnaðir af íslenskum lífeyrissjóðum, juku hlut sinn í fyrirtækinu í byrjun ágúst þegar þeir breyttu nokkurra mánaða gömlum skuldabréfum frá Fáfni í hlutafé. Stjórn fyrirtækisins telur sig hafa tryggt áframhaldandi rekstur þess.

Jóhannes Hauksson situr í stjórn Fáfnis fyrir hönd framtakssjóðsins Akurs. Sjóðurinn jók hlut sinn í fyrirtækinu í ágúst úr 30,2% í 35,3%.
Stjórnarformaður Fáfnis Jóhannes Hauksson situr í stjórn Fáfnis fyrir hönd framtakssjóðsins Akurs. Sjóðurinn jók hlut sinn í fyrirtækinu í ágúst úr 30,2% í 35,3%.

Erfitt ár

Árið 2015 var, eins og segir í nýjum ársreikningi Fáfnis Offshore, sem DV hefur undir höndum, fyrirtækinu erfitt. Lítið var um verkefni í olíugeiranum, sem stofnendur Fáfnis ætluðu upphaflega að einbeita sér að, og offramboð á skipum sem þjónusta iðnaðinn. Samkvæmt reikningnum fór stjórn Fáfnis að vinna kerfisbundið að úrlausn vandans á seinni hluta síðasta árs. Í mars 2016 var samið um að afhendingu Fafnis Viking, fimm milljarða króna skips sem Fáfnir átti upphaflega að fá afhent í þeim mánuði, yrði seinkað um eitt ár sökum verkefnaskorts. Fáfnir greiddi þá norska skipasmíðafyrirtækinu Havyard 12,75 milljónir norskra króna, jafnvirði 191 milljónar króna miðað við þáverandi gengi, vegna skipsins og kostnaðar vegna seinkunarinnar. Verksamningur um smíði þess, sem var í árslok 2014 metinn á rúma fimm milljarða króna, var þá færður inn í íslenskt dótturfélag Fáfnis, Polar Maritime ehf.

Greiðslan til Havyard var alfarið fjármögnuð með skuldabréfaútgáfu sem nokkrir af stærstu hluthöfum fyrirtækisins tóku þátt í. Stjórnendur þess komust í sama mánuði að samkomulagi við helstu lánardrottna Fáfnis, norska fjármálafyrirtækið EksportKreditt og Íslandsbanka, um lengingu á lánum þess. Einnig náðu þeir samningi við Sýslumanninn á Svalbarða um lengingu þjónustusamnings, sem hefur um langt skeið verið eina verkefni Fáfnis, úr sex mánuðum á ári í níu. Í ársreikningnum segir að sýslumannsembættið hafi gert kröfu um að smíði nýja skipsins yrði færð í dótturfélag svo óvissan um hana og greiðslur til Havyard hefðu ekki áhrif á rekstur Polarsyssel.

Fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar á nú 11,5% hlut í Fáfni.
Keypti skuldabréf Fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar á nú 11,5% hlut í Fáfni.

Vinnu við lánalengingu fyrirtækisins lauk í júní síðastliðnum. Hluti samkomulagsins fól í sér að leggja þurfti nýtt hlutafé inn í Fáfni að jafnvirði 142 milljónir króna. Hlutafjáraukningin var einnig fjármögnuð með skuldabréfaútgáfu, sem DV greindi frá í maí, sem nokkrir af stærstu hluthöfum fyrirtækisins tóku þátt í og lauk í júní.

Stofnandinn þynnist út

Framtakssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lifeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, er stærsti eigandi Fáfnis með 35,3% hlut. Þar á eftir kemur framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta, með 24,38%. Þessir tveir hluthafar, sem áttu í árslok 2015 annars vegar 30% og hins vegar 23% í Fáfni, tóku báðir þátt í skuldabréfaútgáfunni í mars og skiptu bréfunum svo fyrir hlutafé í fyrirtækinu í ágústbyrjun. Það gerði einnig félagið Sjávarsýn ehf., fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis. Félag hans átti 7,33% hlut í Fáfni í lok síðasta árs en á nú 11,5%.

Eignarhlutur Fafnir Holding ehf. í fyrirtækinu, og annarra hluthafa sem ekki tóku þátt í skuldabréfaútgáfunum tveimur, skrapp aftur á móti saman. Félagið er í eigu Steingríms Erlingssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra Fáfnis, sem var sagt upp störfum í desember. Það átti 21,02% hlut í fyrirtækinu í árslok 2015 en á nú einungis 10,51%. Fari svo að þeir hluthafar sem keyptu skuldabréf af Fáfni í júní síðastliðnum ákveði að skipta þeim fyrir hlutafé mun eignarhlutur Steingríms lækka niður í 7,66%. Hlutur Akurs, sem fór inn í eigendahóp fyrirtækisins með því að leggja því til 1.260 milljónir króna í nóvember 2014, kemur þá til með að nema tæpum 37%.

Steingrímur Erlingsson stofnaði Fáfni Offshore árið 2012. Hann gegndi starfi forstjóra þess þangað til í desember í fyrra. Steingrímur hefur ekki tekið þátt í skuldabréfaútgáfum Fáfnis.
Stofnandinn Steingrímur Erlingsson stofnaði Fáfni Offshore árið 2012. Hann gegndi starfi forstjóra þess þangað til í desember í fyrra. Steingrímur hefur ekki tekið þátt í skuldabréfaútgáfum Fáfnis.

Mynd: Havyard

Skuldar Íslandsbanka

Eignir Fáfnis, sem var stofnað 2012, eru nú metnar á 305,9 milljónir norskra króna, jafnvirði 4,3 milljarða króna, en voru verðlagðar á 468 milljónir norskra króna í árslok 2014. Skuldir félagsins námu í lok síðasta árs alls 250 milljónum norskra króna. Veltan nam þá 37 milljónum norskra króna eða 555 milljónum íslenskra króna.

Polarsyssel, sem kostaði Fáfni rétt rúma fimm milljarða króna, hefur verið veðsett fyrir skuldum Fáfnis hjá EksportKreditt og Íslandsbanka. Fáfnir skuldar norska bankanum 145,8 milljónir norskra króna, um tvo milljarða króna, og Íslandsbanka alls 97,9 milljónir norskra eða 1,4 milljarða króna.

DV fjallaði í febrúar síðastliðnum um árangurslausa tilraun Steingríms Erlingssonar til að kaupa fyrirtækið af núverandi eigendum þess. Í apríllok barst Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra síðan tilkynning um að höfuðstöðvar Fáfnis væru ekki lengur staðsettar á Bárugötu 4 í Reykjavík en húsnæðið er í eigu Steingríms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“