fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Þeir hafa loksins ákveðið kjördag

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa komið sér saman um að kosið verði seint í október

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. ágúst 2016 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosið verður til Alþingis 29. október næstkomandi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar lögðu það til við stjórnarandstöðuna, sem tók vel í hugmyndirnar. RÚV greinir frá þessu. Á fundinum voru Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir Pírati og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar.

Þess hefur verið beðið með nokkurri óþreygju að kjördagur verði ákveðinn, en fram að þessu hafði verið uppi óvissa um hvort kosið yrði í haust eða ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið því mótfallinn en við breytingar á ríkisstjórninni snemmsumars var tilkynnt að boðað yrði til kosninga í haust, til að sefa þá óánægju sem uppi var í samfélaginu. Nú hefur kjördagur verið ákveðinn en kosið verður eftir rúmar 11 vikur.

Haft er eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, að hægt eigi að vera að klára helstu mál á þeim tíma sem til stefnu er. Fjárlagafrumvarp verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningar.

Vísir hefur eftir Birgittu Jónsdóttur að leiðtogar stjórnarflokkanna hafi lagt fram langan lista yfir mál sem þeir vilja að nái í gegn fyrir kosningar. Kosið verði að því gefnu að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“
Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla