fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Faðir stúlkunnar opnar sig: „Henni er hótað líkamsmeiðingum og dauða“

Hugurinn er hjá þolanda og fjölskyldu hans

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 6. maí 2016 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við teljum að um hefðbundinn hvítþvott kerfisins sé að ræða. Þegar hún fer í þetta viðtal og tjáir sig þá hefur hún ekki kynnt sér frá fyrstu hendi sjónarmið okkar og reynslu og barnsins,“ segir faðir stúlkunnar sem ráðist var á með hrottalegum hætti á þriðjudag við Langholtsskóla. Hann hefur gagnrýnt skólayfirvöld og greint frá því að dóttir hans hafi mátt þola mikið einelti í skólanum. Eineltið er talið hafa varað lengi og stúlkurnar eru allar nemendur Austurbæjarskóla.

Sjá nánar: Skelfileg árás á unga stúlku tekið upp og birt á netinu

Myndband náðist af árásinni og var því dreift á samfélagsmiðlum. Stúlkan var flutt á slysadeild, aum á hnakka, baki og marin og rispuð víða um líkamann.

Í fréttum stöðvar 2 er greint frá því að Guðlaug Sturlaugsdóttir skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu borgarinnar haldi fram að margt hafi verið gert vel í máli stúlkunnar en foreldrar hennar sjái það ekki. Faðirinn er ósáttur við ummælin. Í samtali við Stöð 2 segir faðirinn:

„Við teljum að um hefðbundinn hvítþvott kerfisins sé að ræða. Þegar hún fer í þetta viðtal og tjáir sig þá hefur ekki kynnt sér frá fyrstu hendi sjónarmið okkar og reynslu og barnsins. Málið teygir anga sín allt til janúar febrúar,“ segir faðirinn og bætir við að strax í upphafi hafi verið óskað eftir aðkomu lögreglu að málinu.

„Tilraunir okkar til að fá skólann til að vinna snúa að atvikum í skólanum. Það er ráðist á dóttur okkar í tíma. Henni er hótað líkamsmeiðingum og dauða. Að okkar mati brást skólinn og ber þunga ábyrgð.“

Faðir stúlkunnar ræddi við borgarstjóra vegna málsins í dag. Fór hann framá að óháð nefnd yrði skipuð til að fara yfir málið.

„Til að fara yfir stjórnsýslu og verklag skóla og frístundasviðs og skólans í þessu máli og eftir atvikum í áþekkum málum.“

Sjá nánar: Hættuleg árás unglingsstúlkna

Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Austurbæjarskóli sendu foreldrum barna í skólanum bréf í dag en það er birt á Stundinni. Segir Kristín að hún harmi það sem gerst hafi. Bréfið í heild sinni má lesa hér:

Skólasamfélag Austurbæjarskóla harmar það atvik sem átti sér stað sl. þriðjudag og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Hugurinn er hjá þolanda og fjölskyldu hans en einnig hjá öðrum börnum og fjölskyldum sem málinu tengjast. Skólinn mun vinna náið með öllum þeim sem vinna að úrlausn málsins og veita þann stuðning sem á þarf að halda.

Í morgun hef ég fundað með yfirmönnum skóla- og frístundasviðs, ráðgjafa foreldra og skóla og fulltrúum frá þjónustumiðstöð þar sem farið var yfir málsatvik og verklag skólans. Unnið verður áfram með foreldrum og sérfræðingum að úrlausn málsins með hag barnanna að leiðarljósi.

Skólastjórnendur hafa gengið í bekki í 5.- 10. bekk og rætt við nemendur. Umsjónarkennarar nemenda í 1.-4. bekk hafa eftir atvikum rætt við sína nemendur. Rætt var um að í skólanum líðum við ekki einelti né annað ofbeldi og bregðumst alltaf við ef slíkt kemur upp skv. reglum skólans og verklagsreglum skóla- og frístundasviðs. Lögð var áhersla á að það væri ekki nemenda að dæma í atvikum sem þessum heldur væri það okkar að huga að samlíðan og byggja upp jákvæð samskipti og góðan skólaanda.

Öll þurfum við að vera vakandi yfir líðan barnanna sem þau tjá gjarnan með ólíkum hætti. Við hvetjum því foreldra til að vera í sambandi við okkur og sálfræðinga á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða sem eru tilbúnir að styðja við nemendur okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“
Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu