fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Hættuleg árás unglingsstúlkna við Langholtsskóla: Lögregla segir myndband sönnunargagn í málinu

Málið í forgangi hjá lögreglu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. maí 2016 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættuleg og alvarleg árás átti sér stað á bílaplani Langholtsskóla í gær. Árásin er sögð tengjast eineltismáli enn úr öðrum skóla, það staðfestir Benedikt Lund lögreglufulltrúi í samtali við DV. Fórnarlambið er unglingsstúlka og gerendurnir einnig börn. Eitt af sönnunargögnum lögreglu er stutt myndskeið sem tekið var upp af árásinni.

Foreldrar fórnarlambsins hafa lagt fram kæru og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Ríkisútvarpið fjallar um málið í dag.. DV greindi frá málinu í gær. Benedikt segir í samtali við dv.is:

„Þetta mál er í forgangi. Það er eins og önnur mál sem snerta unglinga, við reynum að taka þau framfyrir. Það fer í forgang og er til rannsóknar.“

Fjölmörg mál eru til rannsóknar hjá embættinu en Benedikt segir að unnið verði að því hörðum höndum að ljúka rannsókn sem fyrst. Myndband er sönnunargagn í málinu og segir Benedikt:

„Það er ekki komið inn á borð til okkar en við munum fá það. Það er búið að ganga frá því að það kemur inn á borð til okkar.“

Benedikt segir að allir sem koma að málinu séu líklega ósakhæfir. Því vilji embættið gefa litlar upplýsingar um málsatvik. Þá herma heimildir dv að stúlkan hafi slasast alvarlega.

„Þetta eru börn og viljum við ekki tjá okkur of mikið um þetta á þessu stigi málsins.“

Benedikt Lund staðfestir í samtali við dv.is að foreldrar hafi lagt fram kæru í því sem yfirvöld telja vera alvarlegt og ljótt eineltismál. Þá segir RUV að stúlkan hafi gefið sinn vitnisburð en meintir gerendur yfirheyrðir á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi