fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Drengurinn sem foreldrarnir skildu eftir í skóginum er enn ófundinn

Þrumuveður gerði það að verkum að hætta þurfti leit í dag

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. maí 2016 22:15

Þrumuveður gerði það að verkum að hætta þurfti leit í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að sjö ára dreng sem skilinn var eftir í skóglendi á afskekktum stað á Hokkaido í Japan hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar og gerði þrumuveður í dag það að verkum að hætta þurfti leit.

Sjá einnig: Refsuðu drengnum og skildu hann eftir í skóginum: Leitin hefur engan árangur borið

DV fjallaði um málið í gær. Drengurinn, Yamato Tanooka, hafði hegðað sér illa, að mati foreldra hans og brugðu þeir á það ráð að refsa honum með því að skilja hann eftir. Þeir snéru við skömmu síðar en þá var drengurinn á bak og burt.

Fjölskyldan var í göngu um svæðið og tilkynntu foreldrar hans um hvarfið síðdegis á laugardag. Sögðu þeir fyrst að drengurinn hefði einfaldlega týnst – orðið viðskila – en viðurkenndu síðar að hafa skilið hann eftir.
Vitað er til þess að birnir halda til á svæðinu og því afar brýnt að drengurinn finnist sem fyrst. Hann var ekki klæddur til langrar útiveru og var auk þess matar- og drykkjarlaus.

„Nú eru þessir 72 tímar, sem eru mikilvægastir, liðnir,“ segir Satoshi Saito, sem stýrt hefur leitinni, við japanska fjölmiðla. „Útlitið er ekki bjart en það eina sem við getum gert er að halda áfram að leita,“ bætti hann við. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu undanfarna daga og þá fer hitinn iðulega undir 10 gráður á næturna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar