fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Eiður Atli 11 ára: „Fáum mörg tækifæri í Reykjadal sem við fáum ekki í daglegu lífi“

Safnað fyrir sumarbúðum í Reykjadal – 2 ára biðlisti

Auður Ösp
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég mætti ráða þá færi ég þarna á hverjum degi,“ segir hinn 11 ára gamli Eiður Atli en hann er einn þeirra fjölmörgu íslensku barna sem dvalið hafa í sumarbúðunum að Reykjadal og haft mikla ánægju af. Reykjadalur eru einu sumarbúðirnar fyrir fötluð börn og ungmenni hér á landi en hins vegar blasir við allt að tveggja ára biðlisti. Ljóst er að um er að ræða mikil fjárþörf til að geta stækkað sumarbúðirnar og stytt biðlista. Lindex á Íslandi hefur nú ákveðið að grípa í taumana.

Árlega dveljast í Reykjadal um 300 ungmenni á aldrinum 8-35 ára en nýlega var sumarbúðum á Stokkseyri lokað og hefur það skapað aukið álag á Reykjadal. Af þessu tilefni hafa meistaranemar við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hrundið af stað styrktarsöfnuninni Upplifun fyrir alla og stendur húntil 23. febrúar næstkomandi. Í febrúar verða ýmsar uppákomur og viðburðir haldnir til styrktar Sumarbúðunum í Reykjadal, svosem kvikmyndasýning í Háskólabíói, fjölskyldubingó á Háskólatorgi og fjöltefli í Smáralind. Hægt er fylgjast nánar með viðburðum á fésbókarsíðu söfnunarinnar

Í tilefni þessa hefur meðfylgjandi myndband verið birt á facebooksíðu söfnunarátaksins en það var Lindex sem styrkti gerð þess. Rætt er við þá Eið Atla 11 ára, Alexander 13 ára og Hilmar Odd 10 ára sem allir hafa notið þess að dvelja í sumarbúðunum. „Þetta er bara ógeðslega skemmtilegt,“ segir Hilmar Oddur og segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem er skemmtilegast í sumarbúðunm. „Það er svæði þar sem þú mátt gera allt. Það er ekkert sem er bannað.“ Eiður tekur í sama streng og segir að af öllum sumarbúðum þá sé Reykjadalur í fyrsta sæti. „Bara „deal with it“ aðrar sumarbúðir, Vantaskógur, Hólavatn og hitt, nú er Reykjadalur mættur á svæðið!“

Myndbandið má finna á fésbókarsíðu söfnunarinnar og heitir Lindex því að gefa 100 krónur fyrir hvert „læk“ sem myndbandið fær, upp í 10.000. „Like-ið og takið þátt í að tryggja upplifun fyrir alla“ segir jafnframt á facebooksíðunni sem en hér má líka við myndbandið Einnig má styrkja Reykjadal með frjálsum framlögum á bankareikning 0137 – 26 – 10656, kennitala: 630114-2410.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_US/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

LINDEX STYRKIR REYKJADAL UM 100 KR FYRIR HVERT LIKE Á MYNDBAND…

Reykjadalur eru einu sumarbúðirnar á Íslandi fyrir fötluð börn og ungmenni. Í dag eru tveggja ára biðlistar og því mikil fjárþörf til að geta stækkað sumarbúðirnar og stytt biðlista. LINDEX Iceland gefur 100 krónur til Reykjadals fyrir hvert Like sem þetta myndband fær, upp í 10.000. Like-ið og takið þátt í að tryggja upplifun fyrir alla.

Posted by Upplifun fyrir alla on Monday, February 8, 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“