fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kláraði ferðina yfir Vatnajökul fjórum árum eftir ævintýralega björgun

Alex Hibbert og félagi hans lentu í ógöngum á jöklinum árið 2012 – Bjargað eftir símtal við föður sinn – Fyrsti breski hópurinn til að ganga yfir Vatnajökul að vetrarlagi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski göngugarpurinn Alex Hibbert lauk nýverið við ferð sína yfir Vatnajökul. Ferðin var önnur tilraun Hibberts en árið 2012 reyndi hann fyrst að ganga yfir jökulinn. Þá lenti Hibbert og ferðafélagi hans í ógöngum var bjargað af jöklinum eftir að Hibbert hringdi í föður sinn í Bretlandi.

Í grein breska blaðsins Standard er greint frá því að Hibbert hafi nú tekist að klára ferðina og að hópur hans sé fyrsti breski gönguhópurinn sem ferðast hefur yfir Vatnajökul að vetrarlagi. Ferðin hófst 5. janúar síðastliðinn og tók ellefu daga.

Hibbert segir að fjölmargir hafi reynt að tala hann af því að fara í seinni ferðina. Hann lét þó ekki segjast og fjórum árum eftir að fyrsta tilraunin misheppnaðist var hann búinn að finna tvo göngugarpa sem voru tilbúnir að fara með honum yfir jökulinn.

„Það var frábært að geta loksins klárað ferðina sem ég þurfti að gefast upp á. Það var yndisleg tilfinning að komast loks yfir jökulinn,“ sagði Hibbert í samtali við Standard.

Um ferðina árið 2012 segir Hibbert að hann hafi verið ungur og óreyndur. Það hafi verið vandræðalegt að lesa í fjölmiðlum að hann hafi beðið pabba sinn um hjálp.

„Umfjöllun fjölmiðla var yfirþyrmandi. Það er frábært að hafa komist í gegnum þetta á lífi og með bros á vör. Mér líður eins og ég hafi náð að svara þeim sem gagnrýndu mig eftir fyrstu ferðina.“

Sjá einnig Hringdi í pabba eftir að hafa lent í vandræðum á Vatnajökli

Björgunin á Hibbert og Finn McCann, ferðafélaga hans, vakti talsverða athygli á sínum tíma en Hibbert hringdi í föður sinn í Bretlandi þegar hann fór að óttast um öryggi sitt á jöklinum.

Faðir Hibberts hafði svo samband við bresk yfirvöld sem komu skilaboðunum áleiðis til viðbragðsaðila hér á landi. Fimm klukkustundum síðar var svo búið að bjarga þeim félögum og koma þeim af jöklinum.

Þeir félagar höfðu ferðast um 50 kílómetra á Vatnajökli, þegar tjald þeirra fauk um koll. Tjaldsúlurnar brotnuðu og lýsti Hibbert tjaldi þeirra sem lítilli gröf

Skömmu eftir að hafa verið bjargað sagði Hibbert í samtali við Daily Mail að hann hefði verið vonsvikinn með að geta ekki klárað ferðina. Hann vonast til að geta farið aftur sem fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“