fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Endilega eltu drauma þína en samt ekki fara í hefðbundið kvennastarf, það lofar ekki góðu“

Helga María gafst upp á hjúkrunarstarfinu vegna lágra tekna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. desember 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað á ég þá að segja við níu ára dóttur mína, „endilega eltu drauma þína en samt ekki fara í hefðbundið kvennastarf, það lofar ekki góðu nema þú ætlir að eiga ríkan mann.““ Þetta skrifar Helga María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur í pistli á Hringbraut í gær.

Dóttur Helgu dreymir um að verða kennari en Helga segist því miður ekki geta hvatt hana til þess að velja sér starf þar sem hún gæti þurft að berjast í bökkum við að ná endum saman.

„Ég er hjúkrunarfræðingur, ég hef brennandi áhuga á hjúkrun, en ég nenni ekki að sniðganga allar þarfir eða að þurfa að reiða mig á annan,“ segir Helga María í samtali við DV. Helga útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2013. Hún lét af störfum á Landspítalnum fyrir ári síðan eftir að hafa unnið þar í átta ár, bæði með námi og eftir útskrift. Hún gafst upp á endalausu peningabasli, fékk sér aðra vinnu og sér ekki fram á að snúa aftur í hjúkrun við óbreyttar aðstæður.

„Launin eru ekki bara léleg þetta er líka brjálað álag“

„Ég tengi auðveldlega við baráttu kennara. Ég þekki hvernig það er að vinna starf sem ekki er metið að verðleikum,“ segir Helga. „Ég var ekki búin að vera lengi hjúkrunarfræðingur þegar ég leitaði annað. Ég hef það mun betra núna. Það munar um það að geta borgað af mánaðarlegum reikningum og þurfa ekki að neita sér um allt. Það yrði ekki auðvelt að fara til baka eftir að hafa prófa annað. Það þarf að bjóða manni meira til að koma til baka. Það er rosalegt álag á starfsfólki spítalanna.“

Helga segist hafa verið með 362.000 krónur í grunnlaun þegar hún hætti á spítalanum. „Fólk talar um að miða lágmarkslaun við 300.000 krónur. Það er það allra lægsta sem hægt er að fá. Svo á maður að sætta sig við 62.000 krónum meira fyrir fjögurra ára háskólanám.“

Kennaranámið er núna orðið fimm ár og Helga segir slæmt ef næsta kynslóð mun ekki sækja í þessi störf. „En á sama tíma get ég ekki hvatt dóttur mína til að fara í 4-5 ára háskólanám og taka námslán sem hún mun ekki eiga séns á að borga til baka vegna lágra tekna.“

Færi ekki í hjúkrun mætti hún byrja upp á nýtt

„Ég hef oft verið spurð að því hvort ég færi í hjúkrun ef ég mætti byrja upp á nýtt. Svarið mitt er nei. Auðvitað væri frábært að geta elt drauma sína, en peningar skipta máli. Ég er ekki ein, ég þarf að sinna barninu mínu, ég þarf að gefa því að borða“

Helga veit um marga hjúkrunarfræðinga sem kláruðu nám á sama tíma og hún sem hafa gefist upp á starfinu. „Ég veit um eina sem var í 50% starfi sem hjúkrunarfræðingur og 50% starfi á móti hjá KFC af því launin þar voru hærri.“

„Þetta er grundvallaratriði, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Þetta er það sem allir vilja. Allir vilja að börnin mennti sig og að hægt sé að fara á leita á sjúkrahús ef við veikjumst. Ég skrifaði þennan pistil á Hringbraut vegna baráttu kennara, besta vinkona mín er kennari. Ég hef séð launaseðilinn hennar þetta eru ekki háar tölur,“ segir Helga og bætir við að það sé úreltur hugsunarháttur að kvennastörf séu verri en önnur störf.

„Það þarf að laga þetta eins og margt annað. Það þarf að hafa gott heilbrigðiskerfi. Það vilja það allir. Þetta er mikil samvinna á spítulunum. En ef það vantar einn hlekkinn, sama hvaða hlekkur þá er, þá er keðjan ekki sterk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“