fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Flugvellinum í Hróarskeldu lokað vegna sprengjuhótunar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. október 2016 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum fengið tilkynningu um sprengjuhótun en meira get ég ekki sagt núna.“ Þetta hefur BT eftir Henrik Carlsen, lögreglustjóra á Suður-Sjálandi í Danmörku.

Flugvöllurinn í Hróarskeldu var rýmdur nú skömmu fyrir hádegið. Allri flugumferð til og frá vellinum hefur verið frestað. Svæði umhverfis flugvöllinn hefur einnig verið lokað.

Engar frekari upplýsingar er að fá um málið þegar þetta er skrifað. „Við erum að rýma svæðið. Þegar við höfum lokið því kemur í ljós hvað gerist. Það getur tekið smá tíma.“

Uppfært: 13:10Fjölmiðlar hafa greint frá því að fleiri sprengjuhótanir hafi borist. Þannig hafa nokkrum verslunarmiðstöðvum verið lokað í Danmörku auk flugvöllunum í Hróarskeldu og Árósum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt