fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Vantrú kallar heilara skíthæl: Gagnrýna Kvennablaðið fyrir umfjöllun

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vantrú, félag trúleysingja, gagnrýnir Kvennablaðið harðlega fyrir að auglýsa komu heilara til landsins. Í auglýsingu Kvennablaðsins segir að Shaman Durek, andlegur leiðbeinandi og hæfileikaríkur heilari, komi til Íslands í þriðja sinn og býður einkatíma frá 2. til 12. febrúar. Verðið fyrir einkatíma er 45.500 krónur.

Durek þessi segist hafa læknað krabbamein, bjargað fólki úr dái ásamt ýmsu öðru. Í umfjöllun Kvennablaðsins er Durek sagður eftirsóttur fyrirlesari og kennari og er með fastan dálk í Huffington Post.

Vantrú segir að Kvennablaðið hafi staðið sig sæmilega í umfjöllun um hindurvitni en þó stundum birt vafasamar lífstílsgreinar

„Þessi umfjöllun um heilarann sem læknar krabbamein er þó miklu verri. Það er satt að segja algjörlega skammarlegt og ritstjórn Kvennablaðsins missir allan trúverðugleika þegar vefurinn auglýsir svona svikahrapp.“

Fyrir neðan umfjöllunina á vef Vantrú er notendum boðið upp á að taka þátt í umræðum. Þar segir: „Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum“

Í pistlinum á Vantrú segir ennfremur:

„Því Durek er svikahrappur og skíthæll. Það er eina orðið sem hægt er að nota um þá sem misnota og féfletta sjúklinga. Við vörum fólk sterklega við því að láta plata sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun