fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Metár hælisumsókna í uppsiglingu

Tuttugu umsóknir borist frá áramótum – Alls fengu 82 einstaklingar hæli hérlendis í fyrra

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls sóttu 354 einstaklingar um vernd á Íslandi árið 2015, sem var tvöföldun frá fyrra ári, og miðað við fyrstu vikur ársins þá er talið að enn fleiri muni sækja um vernd hérlendis á árinu sem nýhafið er. Tuttugu umsóknir hafa borist fyrstu tvær vikurnar sem bendir til þess að umsóknir verði um 35–40 talsins þennan janúarmánuð. Til samanburðar bárust 15 umsóknir í janúar árið 2015.

Hælisumsóknum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum sex árum.
Fjöldi hælisumsókna 2009–2015 Hælisumsóknum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum sex árum.
Mikil fjölgun varð á umsóknum síðustu mánuði ársins og sú þróun heldur áfram í ársbyrjun 2016.
Umsóknir á mánuði Mikil fjölgun varð á umsóknum síðustu mánuði ársins og sú þróun heldur áfram í ársbyrjun 2016.

Blóðhefnd Albana

Albanir voru sá þjóðernishópur sem stóð á bak við flestar umsóknir á síðasta ári, alls 108 talsins. Tvö önnur nágrannaríki eru ofarlega á listanum, Makedónía (27 umsóknir) og Kósóvó (15 umsóknir) og því standa Balkanlöndin fyrir um 42% allra hælisumsókna hérlendis á síðasta ári. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er fólk frá þessum þjóðum að flýja persónulegar ofsóknir af hálfu eigin eða annarra fjölskyldu. Talað er um svokallaða „blóðhefnd“ og er sú hefndarskylda æði rík í þessum samfélögum. Það rímar við sögu Jetmir Nedjmedini og Idajet Zahiri sem DV ræddi við í síðustu viku. Þau eru frá Makedóníu en af albönsku bergi brotin og neyddust til þess að flýja land út af forboðinni ást og yfirvofandi hefnd fyrrverandi tengdafjölskyldu Jetmirs. Hann er fráskilinn, þriggja barna faðir en það þótti með öllu óásættanlegt að hann skyldi taka upp ástarsamband við Idajet sem var ógift. Þau óttuðust hreinlega um líf sitt og flúðu til Íslands.

Ólíklegt verður að teljast að röksemdir Jetmirs og Idajet fyrir vernd hérlendis hljóti náð fyrir augum hérlendra stjórnvalda. Óttinn við blóðhefnd hefur ekki talist gild ástæða hingað til og öllum umsóknum um vernd frá löndum Balkanskagans hefur verið hafnað hingað til. Ríkisborgarétturinn sem Pepaj- og Phellumb-fjölskyldurnar albönsku fengu er síðan sérstakt tilvik sem ekki er hægt að skilgreina sem veitingu hælis.

Albanir eru fjölmennastir þeirra sem sótt hafa um hæli hérlendis.
Umsóknir eftir þjóðerni Albanir eru fjölmennastir þeirra sem sótt hafa um hæli hérlendis.

Kerfið sprungið

Um áramótin velktust mál 313 hælisleitenda um í kerfinu. Útlendingastofnun er með þjónustusamning við þrjú sveitarfélög, Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfjörð. Áttatíu hælisleitendur dvelja í búsetuúrræðum hjá tveimur fyrrnefndu sveitarfélögunum en 14 dvelja hjá Hafnarfjarðarbæ, samtals 174 einstaklingar. Það þýðir að 139 einstaklingar eru í beinni þjónustu hjá Útlendingastofnun varðandi búsetuúrræði á meðan niðurstaða fæst í þeirra mál. Kerfið er því í raun löngu sprungið og Útlendingastofnun á fullt í fangi með að finna húsnæði fyrir þann fjölda sem mun sækjast eftir hæli hér á næstu misserum.

82 fengu hæli

Alls fékkst niðurstaða í 323 málum á síðasta ári. Þar af voru 194 mál sem tekin voru til efnismeðferðar hérlendis en fimmtíu málum var vísað til annarra landa á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 32 höfðu þegar fengið dvalarleyfi í öðru landi og 47 einstaklingar drógu umsóknir sínar tilbaka eða hurfu, eins og segir orðrétt á vef Útlendingastofnunar..

Af þessum 194 málum fengu 82 jákvæða niðurstöðu og þar með hæli hérlendis. Sextán einstaklingar fengu hæli af mannúðarástæðum en 66 fengu viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn. Af þeim sem hlutu hæli voru Sýrlendingar fjölmennastir, 17 talsins, og þá eru undanskildir þeir kvótaflóttamenn sem boðið var til landsins af stjórnvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna