fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fréttir

Íslenskt par handtekið í Brasilíu með 4 kíló af kókaíni

Kókaínið falið í smokkum og ferðatöskum

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 1. janúar 2016 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskt par situr í haldi lögreglunnar í Fortaleza í Brasilíu grunuð að hafa ætlað að smygla fjórum kílóum af kókaíni úr landi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Við leit í mótelherbergi þeirra fann lögreglan fjögur kíló af kókaíni.Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu en samkvæmt heimildum Stundin.is eru þau kærustupar.

Brasilísku lögreglunni var gert viðvart um fólkið og ætlanir þeirra kvöldið 26. desember og réðst lögreglan inn á mótel í Fortaleza í kjölfarið en þá var íslenska parið flutt sig á annað hótel þar sem þau voru handtekin.

Lögreglan gerði upptæka spjaldtölvu, tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafði parið ætlað að fljúga úr landi. Kókaínið höfðu þau falið í fölskum botnum á þremur ferðatöskum sem þau höfðu meðferðis. Lögreglan fann einnig kókaín í tveimur smokkum og magnið náði í heildina fjórum kílóum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis

Skúli skammar Willum og Ölmu vegna sífelldra tafa á meðferð kvartana hjá embætti landlæknis
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Willum segir fylliefni stríð á hendur – Vill takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs
Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision