Egill heldur með Portúgal

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur tröllatrú á lagi Portúgala í Eurovision-söngvakeppninni í ár. „Hér hafa gerst undur og stórmerki. Komið er fram Eurovisjón lag sem gæti faktíst lifað í mörg ár eftir keppnina,“ segir Egill á bloggsíðu sinni. Lagið er flutt af Salvador Sobral og samið af systur hans, Luísu Sobral, og fer flutningurinn fram á portúgölsku. „Þetta er fjarri iðnaðarpoppinu sem svo oft glymur í Evróvisjón,“ segir Egill og bætir við að lagið hljóti að vinna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.