fbpx

Uppi í munni Bjarkar

Menningarárið 2016: Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðingur og kennari

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 27. desember 2016 23:00

Í menningarannál ársins 2016 sem birtist í áramótablaði DV 30. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til fimmtán álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2016 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðingur og kennari

kennari og tölvuleikjafræðingur.
Bjarki Þór Jónsson, kennari og tölvuleikjafræðingur.

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2016?

Sýningin Björk Digital var mjög eftirminnileg og stóð upp úr á árinu að mínu mati. Á sýningunni er notast við sýndarveruleika þar sem Björk hefur náð að tvinna saman tónlist og tækni á áhugaverðan hátt. Í sumum atriðum getur gestur sýningarinnar tekið beinan þátt í tónlistarmyndbandi Bjarkar en sýningin er einskonar framlenging af plötunni Vulnicura, þar sem sýndarveruleiki er notaður samhliða tónlist Bjarkar. Til dæmis er maður staðsettur uppi í munni Bjarkar á meðan hún syngur lagið Mouth Mantra – sem er mjög eftirminnilegt. Því lengra sem líður á sýninguna því umfangsmeiri, tæknivæddari og gagnvirkari verða atriðin. Í sýningunni er einnig hægt að nota Biophilia appið þar sem tónlist og vísindi mætast á skapandi hátt. Mér finnst Björg Digital líka vera gott dæmi um hvernig hægt er að tvinna tölvutæknina saman við skapandi greinar á vel heppnaðan hátt.

Tölvuleikurinn The Last Guardian situr líka eftir í huga mér eftir tölvuleikjaárið. Það er japanski leikjahönnuðurinn Fumito Ueda sem setur sinn svip á leikinn, en hann er þekktastur fyrir leikina Ico (2001) og Shadow of the Colossus (2005). The Last Guardian fjallar um ungan dreng og furðuveruna Trico (einskonar hunda-kattar-fugl) sem vinna að sameiginlegu markmiði í leiknum. Leikurinn nær að blanda saman tilfinningaríkri þroskasögu við áhugaverðan þrautaleik þar sem vinátta og traust spilar stórt hlutverk. Tölvuleikjaformið gerir upplifunina mjög sterka, þar sem þátttakandinn (spilarinn) tekur beinan þátt í því sem gerist í leiknum og nær þannig að tengjast Trico á mjög persónulegan hátt. Fyrir utan eftirminnilega sögu The Last Guardian þá spilar tónlistin og söguheimur leiksins einnig stóran þátt.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?
(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

Það var magnað að fylgjast með (og taka þátt í) Pokémon GO æðinu sem reið hér yfir landið fyrr á árinu. Leikurinn gjörsamlega umbylti tölvuleikjasamfélaginu og leikjamenningunni á örstuttum tíma. Leikurinn náði að hrista vel upp í ríkjandi staðalímynd tölvuleikjaspilarans sem unglingsstrák sem spilar skotleiki einn í dimmu herbergi. Það má ekki gleyma því að leikjaiðnaðurinn er umfangsmikill og flóra tölvuleikja og tölvuleikjaspilara mjög fjölbreytt. Pokémon GO er auk þess gott dæmi um tölvuleik sem að vinir og fjölskyldur geta spilað saman og notið útiverunnar á sama tíma. Þetta er einn af þessum leikjum sem allir aldurshópar geta haft gaman af. Það sáum við meðal annars á Norræna spiladeginum (e. Nordic Game Day) hér á Íslandi þar sem fólk á öllum aldri spilaði saman tölvuleiki og borðspil sér til skemmtunar.

Öflugar umræður á netheimum í tengslum við útgáfu That Dragon, Cancer voru nokkuð áberandi fyrr á árinu. That Dragon, Cancer er ljóðrænn tölvuleikur sem byggir á raunverulegum atburðum þar sem sagt er frá baráttu drengsins Joel Green við krabbamein. Umræðurnar voru áhugaverðar þar sem annars vegar var rætt um áhrifamátt tölvuleikja sem listræns tjáningarforms og mismunandi skilgreininga á því hvað tölvuleikur er í raun og veru.

Mig langar líka að nefna Secret Solstice tónlistarhátíðina sem mér fannst góð, og slæm. Die Antwoord voru með virkilega flotta og sjónræna tónleika þar sem lagaval og sviðsframkoma Ninja og Yolandi var hreint út sagt mögnuð. Radiohead spiluðu líka á hátíðinni og voru virkilega flottir og ekki á hverjum degi sem maður fær að heyra hljómsveitina spila slagarann Creep á tónleikum. Tónlistarúrvalið á Secret Solstice var ótrúlega gott, en skipulag hátíðarinnar var aftur á móti ekki það besta. Fjölmargir gestir enduðu á því að bíða í röð klukkutímum saman án þess að komast svo inná tónleikana og misstu af Radiohead og Die Antwoord og létu margir ósáttir gestir skipuleggjendur heyra það á Facebook-síðu hátíðarinnar í kjölfarið.

Mynd: EPA

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2016?

Mig langar að byrja á því að nefna það sem mér finnst skorta í umræðuna og það er umfangsmeiri og dýpri umræður um tölvuleiki í fjölmiðlum almennt. Okkar finnst sjálfsagt að rýna reglulega í kvikmyndir, listasýningar, bókmenntir, leikrit og gjörninga af fullri alvöru en umræðan um tölvuleiki er áberandi lítil þrátt fyrir umfang tölvuleikja í samfélagi okkar í formi listar, afþreyingar og bara sem hluti af okkar menningu.

Á tækni- og tölvuleikjasviðinu þá er umræðan um framtíð sýndarveruleikans áberandi og verður forvitnilegt að fylgjast áfram með þeirri umræðu. Nú þegar listasöfn á borð við The Nobel Museum og The Royal Academy of Arts, listafólk á borð við Björk og Squarepusher eru að kanna möguleika sýndarveruleikans að fullri alvöru þá opnast nýir möguleikar og hægt verður að skapa og upplifa list með nýjum hætti. Sýndarveruleikaumræðan var áberandi hér á Íslandi sérstaklega í kringum Slush PLAY ráðstefnuna sem fókuseraði á tölvuleiki og sýndarveruleika. Íslensk fyrirtæki hafa auk þess verið að gera góða hluti á sviði sýndarveruleika með með leikjum og upplifunum á borð við EVE Valkyrie. EVE Gunjack, Everest VR og Waltz of the Wizard.


Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt.
Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.
Ewa Marcinek, ljóðskáld.
Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðngur og kennari
Anna Marsibil Clausen, blaðakona og bókmenntafræðingur
Sveinn Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.
Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistarmaður.
Fannar Örn Karlsson, tónlistarmaður.

Kristján Guðjónsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrirgefningin

Fyrirgefningin
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín Ingibjörg: „Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað“

Katrín Ingibjörg: „Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Neville vill sjá leikmenn United herma eftir stjörnum Liverpool

Neville vill sjá leikmenn United herma eftir stjörnum Liverpool
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Matarklám á sunnudegi: Bakarí sem selur bara smákökur

Matarklám á sunnudegi: Bakarí sem selur bara smákökur
433
Fyrir 5 klukkutímum

Mourinho og Woodward alls ekki á sömu blaðsíðu

Mourinho og Woodward alls ekki á sömu blaðsíðu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“
433
Fyrir 5 klukkutímum

Aðeins einn náð betri árangri en Alisson

Aðeins einn náð betri árangri en Alisson
433
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að leikmenn Chelsea vilji ekki gefa á samherja sinn – Treysta honum ekki

Segir að leikmenn Chelsea vilji ekki gefa á samherja sinn – Treysta honum ekki
Bleikt
Fyrir 6 klukkutímum

5 góð ráð til að forðast haustflensuna

5 góð ráð til að forðast haustflensuna