Það er búið að finna flugvélina sem þeir Emiliano Sala og David Ibbotson ferðuðust með frá Nantes til Cardiff.
Þeir fóru í loftið þann 21. janúar síðastliðinn en flugvélin komst aldrei á leiðarenda og hefur hrapað yfir Ermasundinu.
Sala og Ibbotson voru einir um borð en sá fyrrnefndi var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.
Sky Sports fullyrðir það nú í kvöld að það sé búið að finna vélina og hefur fjölskyldu Sala verið tjáð það.
Það var lítill bátur sem rakst á part úr flugvélinni í morgun en frekari upplýsingar verða gefna út um leið og þær berast.
BREAKING: The plane that was carrying the missing Premier League footballer Emiliano Sala has been found, his family has been told. #SSN pic.twitter.com/hHQeGOylpX
— Sky Sports News (@SkySportsNews) 3 February 2019