Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands virðist vera ansi hörð í stuðningi sínum á Liverpool, besta liði Englands þessa stundina.
Katrín birti mynd af sér á Twitter með afmælisgjöf frá eiginmanni sínum, það var Liverpool trefill.
Katrín er formaður VG og er afar vinsæl á meðal íslensku þjóðarinnar í starfi. Liverpool hefur ekki orðið Englandsmeistari í 29 ár en nú stefnir í að sú eyðimerkurganga taki enda.
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot þegar fjórtán leikir eru eftir.
,,Þrátt fyrir að eiginmaður minn sé harður stuðningsmaður Manchester United, þá gaf hann mér þetta í afmælisgjöf. Ástin sigrar allt #YNWA,“ sagði Katrín.
Gjöfina má sjá hér að neðan.
Even though my husband is a devout @ManUtd fan this is what he gave me for my birthday. Love conquers all @LFC @KOP_is #YNWA pic.twitter.com/BFr2aaUnZ4
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) February 1, 2019