Íslenska knattspyrnusambandið passar vel upp á það að knattspyrnumenn gleymi því ekki að vinna heimavinnuna sína.
Fjölmargir efnilegir leikmenn þurfa að ferðast með yngri landsliðum Íslands og gætu því misst af verkefni í skólum.
Sambandið sér þó til þess að engu verði sleppt og ferðast kennari með liðinu erlendis.
Íslenska U17 liðið er í Hvíta-Rússlandi þessa stundina að keppa og geta því augljóslega ekki mætt í skólann.
Það hefur þó lítil áhrif en strákarnir fá kennslu á hverjum degi þrátt fyrir að vera úti.
Skemmtilegt!