Það styttist nú í leik Blackpool og Arsenal en leikurinn fer fram í enska bikarnum.
Leikið er á heimavelli Blackpool en liðið spilar í þriðju efstu deild á erfitt verkefni fyrir höndum.
Nú er talað um að leiknum gæti verið frestað en hann á að hefjast klukkan 17:30.
Stuðningsmaður Blackpool situr nú ofan á liðsrútu Arsenal og neitar að koma niður.
Öryggisverðir og lögregla vinna í því að koma manninum á jörðina en eiga í miklum erfiðleikum með það.
Það verður að koma í ljós hvað verður úr þessu máli og hvort þessi ágæti maður ætli að gista þarna í nótt.
Blackpool v Arsenal on @talkSPORT later could end up being delayed…
Because a Blackpool fan is refusing to get off the roof of the #AFC team bus. pic.twitter.com/1veESLwPid
— talkSPORT (@talkSPORT) 5 January 2019