Gylfi Þór Sigurðsson er drengur góður og hefur í gegnum árin verið duglegur að gera góðverk, þá sérstaklega í kringum jólin.
Þetta ár var ekkert öðruvísi en en Gylfi ásamt Seamus Coleman í Everton ákváðu að gleðja Eddie og SAndy Perry, ásamt Everton og samstarfsaðilum.
Dan Perry, sonur þeirra hjóna lést nefnilega á síðasta degi ársins 2017, þar bar engan árangur að koma honum aftur til lífs en síðar meir kom í ljós að Dan var með leyndan hjartagalla.
Frá því að hjónin lentu í því a missa son sinn sem var aðeins 27 ára gamall hafa þau verið að reyna að gera góðverk og hjálpa öðrum. Everton og Gylfi ákváðu að borga þeim til baka.
Gylfi mætti á svæðið með hjartastuðtæki sem á að hjálpa þeim hjónum og nágrönum ef eitthvað alvarlegt kemur aftur upp. Þá fengu þau miða á leiki Everton sem ætti að gleðja.
,,Ég horfði til Gylfa og Coleman, ég var við það að líða út af,“ sagði Eddie Perry.
,,Ég trúði þessu bara ekki, að þeir væru heima hjá okkur. Þetta er það sem samfélag okkar snýst um, þetta er Everton. Ég kem varla upp orði.“
Myndband af heimsókn Gylfa er hér að neðan.
? | Take five minutes of your Christmas Eve to watch Seamus Coleman, Gylfi Sigurdsson and @ThomasCookSport deliver a #BlueCrimbo surprise to the incredibly brave and inspiring Parry family. pic.twitter.com/zIcDjwyqgr
— Everton (@Everton) December 24, 2018