fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. maí 2018 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid 3-1 Liverpool
1-0 Karim Benzema(51′)
1-1 Sadio Mane(55′)
2-1 Gareth Bale(64′)
3-1 Gareth Bale(83′)

Real Madrid fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu í kvöld en liðið mætti Liverpool í úrslitum í Úkraínu.

Leikurinn byrjaði fjöruglega en eftir aðeins hálftíma þurfti lykilmaður Liverpool, Mohamed Salah, að yfirgefa völlinn meiddur.

Mikið áfall fyrir Liverpool en stuttu síðar missti Real mann af velli eftir meiðsli, bakvörðinn Dani Carvajal.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en snemma í þeim síðari komust spænsku risarnir yfir.

Loris Karius gerði sig þá sekan um hörmuleg mistök í marki Liverpool er hann kastaði boltanum nánast í Karim Benzema sem skoraði.

Sadio Mane jafnaði þó fyrir Liverpool skömmu síðar eftir hornspyrnu og entist forysta Real í aðeins fjórar mínútur.

Þá var röðin komin að varamanninum Gareth Bale sem kom inná sem varamaður á 61. mínútu leiksins.

Þremur mínútum eftir það skoraði Bale stórkostlegt hjólhestaspyrnumark eftir fyrirgjöf Marcelo.

Bale bætti svo við öðru marki á 83. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig sem Karius hefði átt að verja en hann missti boltann inn.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og fagnar Real sigri í Meistaradeildinni þriðja árið í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Watkins ekki eini varakostur United – Margir á blaði

Watkins ekki eini varakostur United – Margir á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svakalegur viðbúnaður er Íslendingar mætast í kvöld – Lögreglumenn sendir yfir

Svakalegur viðbúnaður er Íslendingar mætast í kvöld – Lögreglumenn sendir yfir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans
433Sport
Í gær

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?
433Sport
Í gær

Nýtt nafn í umræðuna eftir að Isak-kapallinn fór af stað

Nýtt nafn í umræðuna eftir að Isak-kapallinn fór af stað