Heimir Hallgrímsson mun í dag velja leikmannahópi sinn sem fer á Heimsmeistaramótið í Rússlandi. Heimir hefur fund sinn klukkan 13:15.
Heimir hefur legið yfir valinu síðustu vikur en ekki er ólíklegt að hann velji fleiri en 23 leikmenn í dag. Þá verða talsvert af leikmönnum til taks en Heimir má breyta hópnum fram í byrjun júní.
Ljóst er að einhverjar breytingar verða á hópi Íslands sem fór á EM í Frakklandi og á þeim hópi sem fer til Rússlands.
Fylgst er með valinu í beinni útsendingu sem kemur hér að ofan en einnig er fylgst með fundinum hér að neðan.