fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Dimmur dalur Kolbeins að taka enda – Er 100 prósent og vonast eftir sæti á HM

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Mér líður vel, það var ljúft að vera í hópnum um síðustu helgi,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Nantes við fréttamenn í Frakklandi í dag.

Framherjinn knái var í fyrsta sinn í hóp hjá aðalliði Nantes síðan í ágúst árið 2016. Síðan þá hefur framherjinn knái glímt við meiðsli.

Nú 21 mánuði síðar er Kolbeinn að ná fullri heilsu og vonast hann til að vera með í HM hópi Íslands, hópurinn verður kynntur á morgun. Kolbeinn lék síðast með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tæpum tveimur árum.

Hann fór með landsliðinu til Bandaríkjanna í mars en vegna meiðsla gat hann ekki tekið þátt í leikjum liðsins.

,,Þetta eina og hálfa ár hefur verið mjög erfitt fyrir mig, þetta tók tíma og ég varð að sýna þolinmæði. Núna gleður það mig að vera mættur aftur.“

Meiðsli Kolbeins hafa verið í hné en meiðslin komu upp þegar hann var á láni hjá Galatasaray. ,,Ég hef hitt marga lækna frá því að ég fór frá Tyrklandi, í Barceona, Katar og á Íslandi.“

,,Ég íhugaði alveg að hætta í fótbolta eftir samtal við lækna. Ég fann að lokum lækni í Svíþjóð sem skar mig upp aftur og gat lagað það sem var að hrjá mig. Nú get ég spilað fótbolta á nýjan leik.“

Kolbeinn á tvö ár eftir af samningi sínum við Nantes en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. ,, Framtíð mín er í höndum Nantes, ég held að ég geti hjálpað og nýtt reynslu mína. Þetta er ný byrjun fyrir mig, í fótboltanum fer maður í gegnum góða og slæma tíma. Á síðustu 18 mánuðum hef ég lært mikið, að vera rólegur, andlega sterkur og að meta hlutina á betri hátt.“

Um að vera í landsliðshópi Íslands á morgun hafði framherjinn þetta að segja. ,,Ég er 100 prósent og vonast til að vera í hópnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lætur af störfum hjá KSÍ

Lætur af störfum hjá KSÍ
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu

Caicedo stefnir á að spila í heimalandinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill ekkert meira en að komast heim eftir erfið sambandsslit – Þarf að hitta fyrrverandi á hverjum degi

Vill ekkert meira en að komast heim eftir erfið sambandsslit – Þarf að hitta fyrrverandi á hverjum degi
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Í gær

Orðinn atvinnulaus rúmu hálfu ári eftir slysið skelfilega

Orðinn atvinnulaus rúmu hálfu ári eftir slysið skelfilega