Brighton 1 – 0 Manchester United
1-0 Pascal Gross (57′)
Brighton tók á móti Manchester United í ensku úrvalvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Brighton var ferskari aðilinn í fyrri hálfleik og fékk nokkur góð færi til þess að komast yfir en tókst ekki að skora og staðan því markalaus í leikhléi.
Það var svo Pascal Groos sem kom heimamönnum yfir á 57. mínútu og staðan orðin 1-0 fyrir Brighton.
Gestirnir reyndu að jafna en tókst aldrei að skapa sér afgerandi marktækifæri og lokatölur því 1-0 fyrir heimamenn.
Brighton skýst með sigrinum upp í ellefta sæti deildarinnar og er nú með 40 stig en United er áfram í öðru sæti deildarinnar með 77 stig.