HM í Rússlandi hefst þann 14. júní næstkomandi þegar Rússar taka á móti Sádi Arabíu í fyrsta leik mótsins.
Ísland hefur leik á móti Argentínu þann 16. júní þegar liðin mætast í Moskvu í D-riðli keppninnar.
Stuðningsmenn þurfa að framvísa svokölluðum stuðningsmanna skírteininum þegar að þeir fara til Rússlands.
Þeir Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladimir Putin, forseti Rússlands fengu skírteini sín afhent í dag og voru þeir hinir ánægðustu með það.
Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.