Birkir Bjarnason, miðjumaður Aston Villa og íslenska landsliðsins hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.
Hann hefur verið meiddur í baki og verður að öllum líkindum ekki með liðinu um helgina þegar Villa mætir Milwall í ensku Championship deildinni.
Þetta er síðasti leikur deildarkeppninnar en Villa situr í fjórða sæti deildarinnar með 83 stig.
Liðið mun því, að öllum líkindum, mæta Middlesbrough um í umspli um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Birkir ætti að vera klár þegar umspilið hefst en fyrstu leikirnir fara fram 11 og 12 maí.