Atletico Madrid 1 – 0 Arsenal
1-0 Diego Costa (45′)
Atletico Madrid tók á móti Arsenal í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Laurent Koscielny, fyrirliði Arsenal meiddist illa strax á 8. mínútu og var borinn af velli en það er talið líklegt að hann hafi slitið hásin.
Það var svo Diego Costa sem kom heimamönnum yfir á 45. mínútu eftir laglegan undirbúning Antoine Griezmann og staðan því 1-0 í leikhléi.
Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin en tókst aldrei að opna vörn heimamanna og lokatölur því 1-0 fyri Atletico Madrid.
Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Atletico fer því áfram í úrslitaleikinn en Arsenal er úr leik.