Íslenska þjóðin og knattspyrnuáhugafólk hefur fengið frábær tíðindi en aðgerð Arons Einars Gunnarssonar , landsliðsfyrirliða í knattspyrnu gekk frábærlega.
Aron fór undir hnífinn í Wales í gær vegna meiðsla á liðþófa í hné. ,,Aðgerðin gekk vel, mikil vinna fram undan,“ skrifar Aron á Twitter í dag.
Þjóðinn stóð á öndinni eftir að ljóst var að Aron Einar væri meiddur á laugardag, hann meiddist á ökkla og hné í sigri Cardiff á Hull í Championship deidinni.
Þetta er í annað sinn sem Aron er undir hnífinn á þessu tímabili en um jólin fór hann í aðgerð á ökklanum.
Aron verður í kappi við tímann til að ná fullri heilsu fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi, venjulega tekur það um 6-8 vikur að jafna sig eftir aðgerð á liðþófa.
Íslenski víkingurinn er hins vegar bjartsýnn og mun gera allt til þess að koma sér á völlinn í Moskvu þann 16. júní.
Aðgerðin gekk vel? mikil vinna framundan..
— Aron Einar (@ronnimall) May 1, 2018