Enska úrvalsdeildin fer senn að líða undir lok en Manchester City tryggði sér sigur í deildinni fyrir tveimur helgum síðan.
Manchester United situr í öðru sæti deildarinnar með 77 stig og Liverpool er í þriðja sætinu með 72 stig.
Tottenham kemur svo þar á eftir með 68 stig en Lundúnarliðið á tvo leiki til góða á Liverpool.
Chelsea er svo í fimmta sætinu með 57 stig og Arsenal er í því sjötta með 57 stig.
Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United valdi lið ársins í deildinni í kvöld en athygli vekur að einungis einn leikmaður frá hans fyrrum félagi kemst í liðið.
Þá eru fimm leikmenn frá City í liðinu og þrír frá Liverpool og Tottenham á svo tvo fulltrúa en liðið má sjá hér fyrir neðan.
De Gea, Walker, Kompany, Vertonghen, Robertson, Salah, De Bruyne, Silva, Sterling, Kane, Firmino.