Henrikh Mkhitaryan var á skotskónum þegar hann heimsótti sitt gamla félag Manchester United í fyrsta sinn í dag.
Mkhitaryan var í byrjunarliði Arsenal er liðið mætti á Old Trafford.
United komst yfir í fyrri hálfleik þegar Alexis Sanchez fyrrum leikmaður Arsenal skallaði í stöng en Paul Pogba fylgdi á eftir og setti boltann í netið.
Leikur liðanna var afar bragðdaufur og bar þess merki að ekkert var undir.
Mkhitaryan nýtti sér klaufang í vörn United í síðari hálfleik og jafnaði með góðu skoti.
Það var svo í uppbótartíma sem Marouane Fellaini tryggði United sigur með skallamarki. Sigurmarkið varð líka til þess að United hefur tryggt sér Meistaradeildarsæti.
United með 77 stig í öðru sæti og er liðið fimm stigum á undan Liverpool og á leik til góða.