fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Fellaini tryggði United Meistaradeildarsæti með marki í uppbótartíma

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 29. apríl 2018 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henrikh Mkhitaryan var á skotskónum þegar hann heimsótti sitt gamla félag Manchester United í fyrsta sinn í dag.

Mkhitaryan var í byrjunarliði Arsenal er liðið mætti á Old Trafford.

United komst yfir í fyrri hálfleik þegar Alexis Sanchez fyrrum leikmaður Arsenal skallaði í stöng en Paul Pogba fylgdi á eftir og setti boltann í netið.

Leikur liðanna var afar bragðdaufur og bar þess merki að ekkert var undir.

Mkhitaryan nýtti sér klaufang í vörn United í síðari hálfleik og jafnaði með góðu skoti.

Það var svo í uppbótartíma sem Marouane Fellaini tryggði United sigur með skallamarki. Sigurmarkið varð líka til þess að United hefur tryggt sér Meistaradeildarsæti.

United með 77 stig í öðru sæti og er liðið fimm stigum á undan Liverpool og á leik til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grealish staðfestur hjá Everton

Grealish staðfestur hjá Everton
433Sport
Í gær

Manchester City blandar sér í baráttuna – Chelsea of lengi að hlutunum

Manchester City blandar sér í baráttuna – Chelsea of lengi að hlutunum
433Sport
Í gær

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“