Albert Guðmundsson var í byrjunarliði PSV í dag sem mætti Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni.
Albert spilaði 79 mínútur fyrir PSV í 3-3 jafntefli en liðið er búið að tryggja sér hollenska meistaratitilinn.
Kristófer Ingi Kristinsson var í leikmannahópi Willem og kom við sögu í 1-0 sigri á Zwolle.
Kristófer kom af bekknum á 80. mínútu leiksins er Willem klifraði upp í 13. sæti deildarinnar.
Ögmundur Kristinsson fékk þá á sig fjögur mörk er Excelsior tapaði stórt fyrir Groningen, 4-0.