Sveinn Aron Guðjohnsen átti stórleik fyrir Breiðablik í dag er liðið vann 4-1 sigur á ÍBV í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla.
,,Þetta var geggjað, draumabyrjun og það er frábært að fá þessi tvö mörk og sjálfstraust,“ sagði Sveinn.
,,Það er ótrúlega gaman að spila með Gísla og vonandi öfugt. Við erum orðnir góðir vinir þannig það er mjög fínt.“
,,Við byrjuðum leikinn ekki eins og við vildum en svo fór þetta að ganga. Völlurinn var ekki slæmur en það er ennþá bara apríl.“
Nánar er rætt við Svein hér fyrir neðan.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=C9Mh9WyS1Rw]